Sólfaxi af landi brott í gær

  • 1. október 2025
  • Fréttir
Eini núlifandi stóðhesturinn sem státar af 10 fyrir hægt tölt og tölt

Stóðhesturinn Sólfaxi frá Herríðarhóli var á meðal þeirra hrossa sem flugu út með fraktvél Icelandair í gær til Liege í Belgíu, þaðan sem hann fer svo til Þýskalands. Sólfaxi er níu vetra gamall undan Óskasteini frá Íbishóli og Hamingju frá Herríðarhóli eigendur hans eru Anja Egger-Meier og Kronshof Gbr en ræktandi er Ólafur Arnar Jónsson.

Árni Björn hefur verið knapi á Sólfaxa hingað til og sýnt hann í kynbótadómi og í keppni. Sólfaxi er eini núlifandi stóðhesturinn sem státar af því að hafa bæði hlotið 10,0 fyrir hægt tölt og tölt í kynbótadómi en í sínum hæsta dómi hlaut hann 8,69 fyrir sköpulag, 8,41 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,51. Þeir Árni hafa verið að máta sig við keppnisbrautina og hæst hlotið í einkunn 8,30 í tölti.

Auk Sólfaxa má nefna það að glæsihryssurnar Hátíð frá Efri-Fitjum og Ísbjörg frá Blestastöðum 1A voru á meðal þeirra hrossa sem fluttar voru út í gær. Eiðfaxi mun segja nánar frá útflutningasölum og hátt metnum gripum sem hafa yfirgefið landið í lok árs en á heimsmeistaramótsárum eru þeir oftast ansi margir gæðagripirnir sem halda til nýrra heima.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar