Heimsmeistaramót Sörli hæst dæmdi fimm vetra stóðhesturinn á HM

  • 7. ágúst 2025
  • Fréttir

Sörli og Agnar Þór. Ljósmynd: Henk & Patty

Yfirlitssýningu fimm vetra gamalla stóðhesta lauk nú rétt í þessu en í þeim flokki voru fimm stóðhestar sýndir. Frá og með síðasta heimsmeistaramóti eru hrossin eingöngu dæmd í hæfileikum og fylgir þeim sá sköpulagsdómur sem þau hlutu í hæsta dómi á vorsýningum, líkt og þekkist á stórmótum heima á Íslandi.

Hæst dæmdi stóðhesturinn er frá Íslandi og heitir Sörli frá Lyngási sýndur af Agnari Þór Magnússyni. Ræktandi hans er Lárus Ástmar Hannesson en hann er eigandi ásamt Lyngás HS ehf. Faðir Sörla er Pensill frá Hvolsvelli og móðir er Athöfn frá Stykkishólmi. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,37 og fyrir hæfileika 8,46 í aðaleinkunn 8,43. Hæst hlaut hann einkunnina 9,0 fyrir samstarfsvilja og 8,5 fyrir aðra þætti að undanskildu feti sem hann hlaut 7,5 fyrir og hægu tölti þar sem hann hlaut 8,0.

Lokastaða í flokki fimm vetra stóðhesta

Land Hross Sýnandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
Ísland Sörli frá Lyngási Agnar Þór Magnússon 8,37 8,46 8,43
Svíþjóð Stáli från Skáneyland Agnar Snorri Stefansson 8,47 8,35 8,40
Danmörk Desert fra Vivildgård Hans-Christian Løwe 8,39 8,05 8,17
Þýskaland Svarthöfði vom Bockholts-Hoff Þórður Þorgeirsson 8,39 7,89 8,07
Noregur Frami fra Kolneset Gunnlaugur Bjarnason 8,52 7,40 7,79

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar