Staðfesta fyl með frystu hrossasæði

  • 21. maí 2024
  • Fréttir
Dýralæknarnir Katrin Wagner og Helga Björt Bjarnadóttir hafa verið að vinna með fryst hrossasæði undanfarnar vikur.

Mörg ár eru síðan hestasæði var síðast fryst hér á landi en Dýralæknarnir Helga Björt og Katrin ætla sér að vinna með fryst sæði í vor og sumar með það að markmiði að fylja nokkrar hryssur og sína fram á að sæðingar með frystu sæði séu möguleiki hér á landi. Sæðingar með frystu hrossasæði eru þekktar víðsvegar um heim. Eru þær Helga Björt og Katrin nú þegar búnar að staðfesta fyl í einni hryssu sem sædd var með frystu hrossasæði en þetta tilkynntu þær á Facebook síðu sinni Dýralæknar Katrin & Helga.

Klukka fylfull

Við erum virkilega stoltar að geta sagt frá og deilt með ykkur þeim risastóra áfanga sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan. Á myndinni sjáiði 16 daga fyl sem sónað var hjá merinni Klukku, í gær 10.05.24. Klukka var sædd af Helgu Björtu með frystu sæði. Sæði sem við tókum sjálfar, unnum úr, frystum, afþýddum og sæddum svo Klukku með,“ segir í tilkynningunni en eftir þeirra bestu vitund eru ca. 20 ár síðan hestasæði var síðast fryst hér á landi.

Þetta er því risastór áfangi fyrir okkur og okkar unga og litla en ört vaxandi fyrirtæki, sem við Katrin og Helga Björt rekum saman. Við höfum lagt mikla vinnu og skipulagningu í þetta verkefni síðustu 6 mánuðina til að láta þetta verða að veruleika. Það er að mörgu að huga þegar kemur að verkefni af þessari stærðargráðu; hafa öll tæki og tól klár, finna graðhesta og kenna þeim á ferlið, taka reglulega úr þeim til að viðhalda sæðisgæðum, auk þess að sóna og samstilla merar til að geta yfir höfuð tekið sæði úr hestunum og svo að lokum sætt,“ rita þær einnig.

Klukka hefur aldrei átt nein folöld áður og er orðin X vetra. Hún var sædd með frystu sæði úr stóðhestinum Hrímni frá Hemlu II.

Klukka er nú þegar orðin það sem kallast myndi miðaldra. Þ.a.l. myndi hún ekki kallast besti kandidatinn til að vera sædd með frystu sæði því líkur á fyljun eru ekki eins góðar og þegar þær eru yngri og hafa átt folald áður. En fylfull er hún og gleður það okkur mikið að segja frá því. Fryst var sæði úr nokkrum stóðhestum, en Klukka var sædd með sæði frá hestinum Hrímni frá Hemlu II. Við þökkum Lovísu og Vigni í Hemlu fyrir lánið á hestinum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar