Staðfesta heimsmet Konráðs og Kastors

  • 13. júlí 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Konráð á nú tvö ríkjandi heimsmet í skeiðgreinum

Alþjóðasamtök íslenska hestsins (FEIF) hafa nú staðfest heimsmetið sem Konráð Valur og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk settu í 250 metra skeiði á Íslandsmótinu í hestaíþróttum.

Nýji heimsmetstíminn er því 21,06 sekúndur  en fyrra heimsmet átti Daníel Ingi Smárason  á Huldu från Margareterhof á tímanum 21,07 sekúndum. Konráð Valur er einnig ríkjandi heimsmethafi í 150 metra skeiði á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu á tímanum 13,46 sekúndum.

Íslandsmótið fór fram á Brávöllum á Selfossi og nú hefur verið staðfest að vallar og veður aðstæður hafi verið löglegar.  Til þess að staðfesta að svo sé er völlurinn mældur að loknum spretti og athugað með að allur búnaður hafi verið í lagi.

Mynd úr hraðamyndavél í heimsmetsspretti Konráðs

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar