Stefnir í spennandi lokakvöld Meistaradeildar

Það voru miklar hrókeringar í einstaklingskeppninni í dag á Skeiðdegi Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum.
Eyrún Ýr Pálsdóttir skellti sér upp í efsta sæti eftir frábæra frammistöðu, 2. sæti í 150 m. skeiði og fimmta sæti í gæðingaskeiði. Stendur hún nú á toppi einstaklingskeppninnar með 43 stig. Aðalheiður Anna hélt öðru sætinu eftir að hafa endað í fjórða sæti í 150 m. skeiðinu. Ásmundur Ernir er nú kominn í þriðja sætið með 39 stig en hann bætti ekki við sig neinum stigum í dag og Þorgeir Ólafsson er orðinn fjórði með 33,5 stig en hann endaði í fimmti í 150 m. skeiðinu og þriðji í gæðingaskeiðinu.
Lið Sumarliðabæjar er enn efst í liðakeppninni með 240.5 stig en hin liðin nálgast óðfluga. Top Reiter og Hjarðartún eru nú 1 stigi neðar, jöfn í öðru sæti, með 239.5.
Það stefnir allt í virkilega spennandi lokakvöld á föstudaginn, 4. apríl, í HorseDay höllinni á lokamóti Meistaradeildarinnar þegar keppt verður í skeiði og tölti.
Staðan í liðakeppninni
Sumarliðabær 240.5
Top Reiter 239.5
Hjarðartún 239.5
Ganghestar/Margrétarhof 218
Hestvit/Árbakki 168.5
Hrímnir/Hest.is 159
Fet/Pula 120
Einstaklingskeppni – Efstu 5
Eyrún Ýr Pálsdóttir 43
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 40
Ásmundur Ernir Snorrason 39
Þorgeir Ólafsson 33.5
Jón Ársæll Bergmann 26.5