Stefnumótunarfundur Spretts
Stjórn Spretts býður ykkur með ánægju að taka þátt í stefnumótunarfundi í veislusal félagsins þriðjudaginn 19. nóvember. Við ætlum að leggja grunn að stefnumótun Spretts með því að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir félagið. Fundurinn hefst kl. 18:30 og boðið verður upp á súpu fyrir þátttakendur. Við áætlum að vinnan taki 2-3 klukkustundir og fari að mestu fram í gegnum hópavinnu þar sem markmiðið er að móta gildi, hlutverk og framtíðarsýn Spretts.
Með þessari vinnu leggjum við mikilvægan grunn að árangri Spretts til lengri tíma litið. Að móta skýra framtíðarsýn og sameiginleg gildi hjálpar okkur að efla markvissa þróun félagsins og auðveldar stjórn að taka ákvarðanir. Það er okkur mjög mikilvægt að félagsmenn fái tækifæri til að leggja sitt af mörkum við að móta stefnu félagsins og taka þátt í þessari vegferð.
Við viljum að þessi framtíðarsýn verði leiðarljós sem endurspeglar vilja ykkar, svo að sjálfboðaliðar og stjórnarmenn hafi sterkan grundvöll til að fylgja vinnunni eftir. Með sameiginlegri sýn tryggjum við að Sprettur haldi áfram að þróast og dafna með félagsmönnum að leiðarljósi.
Við vonumst til að sjá sem flesta á fundinum til að taka þátt í þessari vinnu með okkur – ykkar þátttaka skiptir öllu máli.
https://www.facebook.com/events/8709162459204431