Steggur til notkunar í Hrísdal

  • 8. júlí 2020
  • Fréttir

Steggur frá Hrísdal tekur á móti hryssum í Hrísdal. Verð fyrir fengna hryssu er kr. 95.000 auk VSK, innifalið er hagagjald og sónarskoðun.

Steggur er frábær töltari og fjórgangari, geðgóður og einstaklega mjúkur í hreyfingum. Hann stóð sig frábærlega vel á Landsmóti 2018 í tölti (8,28) og á Íslandsmóti 2018 í fjórgangi (7,87) og tölti (8,57). Afkvæmin eru litfögur, falleg og koma vel út í tamningum, geðgóð, ljúf og ganggóð.

Upplýsingar veita Siguroddur 897 9392 og Ásdís 845 8828.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<