Steinn hlaut 10 og 16 hross 9,5 fyrir brokk

  • 9. október 2024
  • Fréttir

Steinn og Þorgeir. Ljósmynd: Nicki Pfau

Kynbótaárið gert upp í einstökum eiginleikum

Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa og sá fyrsti í hæfileikadómi er Brokk.

Brokkið er dæmt á öllum þeim hraðastigum sem hesturinn býr yfir, þ.e. frá hægri ferð/milliferð að greiðri ferð. Til þess að hljóta einkunnina 9,0 eða hærra er gerð krafa um að hesturinn sé sýndur á öllum hraðastigum. Hraðabreytingar í góðu jafnvægi geta vegið til hækkunar á einkunnum.

Einn hestur hlaut einkunnina 10,0 fyrir brokk í ár en það var Steinn frá Stíghúsi hann er undan Vökli frá Efri-Brú og Álöfu frá Ketilsstöðum. Ræktandi hans er Guðbrandur Stígur Ágústsson en sýnandi var Þorgeir Ólafsson. Þess til viðbótar hlutu 16 önnur hross einkunnina 9,5 fyrir brokk í ár.

 

Nafn  Uppruni í þgf. Faðir Móðir
Arney Ytra-Álandi Skýr frá Skálakoti Erla frá Skák
Baldvin Margrétarhofi Kveikur frá Stangarlæk 1 Gletta frá Margrétarhofi
Drangur Steinnesi Draupnir frá Stuðlum Ólga frá Steinnesi
Gát Höskuldsstöðum Fenrir frá Feti Gróska frá Garðshorni á Þelamörk
Grímar Þúfum Sólon frá Þúfum Grýla frá Þúfum
Halldóra Hólaborg Leiknir frá Vakurstöðum Gefjun frá Litlu-Sandvík
Hátíð Efri-Fitjum Vökull frá Efri-Brú Hrina frá Blönduósi
Hrafn Oddsstöðum I Viti frá Kagaðarhóli Elding frá Oddsstöðum 1
Hulinn Breiðstöðum Kveikur frá Stangarlæk 1 Díana frá Breiðstöðum
Húni Ragnheiðarstöðum Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum Hending frá Úlfsstöðum
Klukka Þúfum Hróður frá Refsstöðum List frá Þúfum
Kór Skálakoti Konsert frá Hofi Sál frá Skálakoti
Rökkvi Heysholti Jarl frá Árbæjarhjáleigu II Nína frá Lækjarbotnum
Sól Ásmúla Arður frá Brautarholti Lukkudís frá Stóra-Vatnsskarði
Steinn Stíghúsi Vökull frá Efri-Brú Álöf frá Ketilsstöðum
Svaði Hjarðartúni Hringur frá Gunnarsstöðum Dögun frá Hjarðartúni
Vala Þúfum Trymbill frá Stóra-Ási Völva frá Breiðstöðum

 

Fyrri umfjallanir um 9,5-10 fyrir einstaka eiginleika:

9,5-10 fyrir höfuð

9,5-10 fyrir háls, herðar og bóga

9,5-10 fyrir bak og lend

9,5-10 fyrir samræmi

9,5-10 fyrir fótagerð

9,5-10 fyrir hófa

10,0 fyrir prúðleika

9,5-10 fyrir tölt

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar