Steinn hlaut 10 og 16 hross 9,5 fyrir brokk
Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa og sá fyrsti í hæfileikadómi er Brokk.
Brokkið er dæmt á öllum þeim hraðastigum sem hesturinn býr yfir, þ.e. frá hægri ferð/milliferð að greiðri ferð. Til þess að hljóta einkunnina 9,0 eða hærra er gerð krafa um að hesturinn sé sýndur á öllum hraðastigum. Hraðabreytingar í góðu jafnvægi geta vegið til hækkunar á einkunnum.
Einn hestur hlaut einkunnina 10,0 fyrir brokk í ár en það var Steinn frá Stíghúsi hann er undan Vökli frá Efri-Brú og Álöfu frá Ketilsstöðum. Ræktandi hans er Guðbrandur Stígur Ágústsson en sýnandi var Þorgeir Ólafsson. Þess til viðbótar hlutu 16 önnur hross einkunnina 9,5 fyrir brokk í ár.
Nafn ▾ | Uppruni í þgf. | Faðir | Móðir |
Arney | Ytra-Álandi | Skýr frá Skálakoti | Erla frá Skák |
Baldvin | Margrétarhofi | Kveikur frá Stangarlæk 1 | Gletta frá Margrétarhofi |
Drangur | Steinnesi | Draupnir frá Stuðlum | Ólga frá Steinnesi |
Gát | Höskuldsstöðum | Fenrir frá Feti | Gróska frá Garðshorni á Þelamörk |
Grímar | Þúfum | Sólon frá Þúfum | Grýla frá Þúfum |
Halldóra | Hólaborg | Leiknir frá Vakurstöðum | Gefjun frá Litlu-Sandvík |
Hátíð | Efri-Fitjum | Vökull frá Efri-Brú | Hrina frá Blönduósi |
Hrafn | Oddsstöðum I | Viti frá Kagaðarhóli | Elding frá Oddsstöðum 1 |
Hulinn | Breiðstöðum | Kveikur frá Stangarlæk 1 | Díana frá Breiðstöðum |
Húni | Ragnheiðarstöðum | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum | Hending frá Úlfsstöðum |
Klukka | Þúfum | Hróður frá Refsstöðum | List frá Þúfum |
Kór | Skálakoti | Konsert frá Hofi | Sál frá Skálakoti |
Rökkvi | Heysholti | Jarl frá Árbæjarhjáleigu II | Nína frá Lækjarbotnum |
Sól | Ásmúla | Arður frá Brautarholti | Lukkudís frá Stóra-Vatnsskarði |
Steinn | Stíghúsi | Vökull frá Efri-Brú | Álöf frá Ketilsstöðum |
Svaði | Hjarðartúni | Hringur frá Gunnarsstöðum | Dögun frá Hjarðartúni |
Vala | Þúfum | Trymbill frá Stóra-Ási | Völva frá Breiðstöðum |
Fyrri umfjallanir um 9,5-10 fyrir einstaka eiginleika:
9,5-10 fyrir höfuð
9,5-10 fyrir háls, herðar og bóga
9,5-10 fyrir bak og lend
9,5-10 fyrir samræmi
9,5-10 fyrir fótagerð
9,5-10 fyrir hófa
10,0 fyrir prúðleika
9,5-10 fyrir tölt