Sterkt íþróttamót í Þýskalandi um helgina
Beggi Eggerts og Besti voru í landsliði Íslands á HM í Berlín 2019 mynd: Sofie Lahtinen Carlsson
Um helgina fór fram sterkt íþróttamót í Þýskalandi á búgarðinum Gestut Heesberg. Veðrið var frábært og fór það yfir 30 gráður þegar hlýjast var. Keppt var í öllum hefðbundnum greinum íþróttakeppninnar.
Beggi Eggertsson og Besti frá Upphafi voru í stuði í gæðingaskeiði og stóðu þar efstir með einkunnina 8,58. Í fimmgangi meistara var það Felina Sophie Gringel á Leikara vom Teufelsmoor sem stóð efst í A-úrslitum með 6,88 í einkunn. Það var Steffi Svendsen sem sigraði keppni í fjórgangi (V1) á hinum hvíta Sjóla von Teland með 7,57 í einkunn. Trine Risvang og Hraunar frá Hrosshaga hrepptu efsta sætið í tölti með 7,56 í einkunn í úrslitum. Í slaktaumatölti var það Daniel C. Schulz sem sigraði með nokkrum yfirburðum með 8,33 í einkunn á hestinum Spuni vom Heesberg.
Fimmgangur F1
| Sæti | Knapi | Hestur | Einkunn |
| 1 | Felina Sophie Gringel | Leikari vom Teufelsmoor | 6,88 |
| 2 | Lilja Thordarson | Eldur frá Árbæjarhjáleigu II | 6,76 |
| 3 | Johanna Beuk | Djásn frá Vesturkoti | 6,67 |
| 4 | Johannes Pantelmann | Strákur vom Axenberg | 6,48 |
| 5 | Rasmus Møller Jensen | Vaki frá Auðsholtshjáleigu | 6,24 |
Fjórgangur V1
| Sæti | Knapi | Hestur | Einkunn |
| 1 | Steffi Svendsen | Sjóli von Teland | 7,57 |
| 2 | Lilja Thordarson | Hjúpur frá Herríðarhóli | 7,37 |
| 3 | Johanna Beuk | Mía frá Flagbjarnarholti | 7,00 |
| 4 | Beeke Köpke | Théodor von Thóradik | 6,87 |
| 5 | Hauke Wald | Yggdrasil fra Midtlund | 6,63 |
Tölt T1
| Sæti | Knapi | Hestur | Einkunn |
| 1 | Trine Risvang | Hraunar frá Hrosshaga | 7,56 |
| 2 | Johanna Beuk | Mía frá Flagbjarnarholti | 7,17 |
| 3 | Inga Trottenberg | Gídeon vom Störtal | 6,94 |
| 4 | Leonie Hoppe | Gletting vom Kronshof | 6,72 |
| 5 | Julie Christiansen | Kolbeinn frá Fornhaga II | 4,61 |
Tölt T2
| Sæti | Knapi | Hestur | Einkunn |
| 1 | Daniel C. Schulz | Spuni vom Heesberg | 8,33 |
| 2 | Julie Christiansen | Felix frá Blesastöðum 1A | 7,92 |
| 3 | Maria-Valeska Penckwitt | Kolbakur vom Heesberg | 7,42 |
| 4 | Beeke Köpke | Théodor von Thóradik | 6,96 |
| 5 | Laura Steffens | Askur von Heidmoor | 6,92 |
Gæðingaskeið PP1
| Sæti | Knapi | Hestur | Einkunn |
| 1 | Beggi Eggertsson | Besti frá Upphafi | 8,58 |
| 2 | Vicky Eggertsson | Salvör vom Lindenhof | 8,21 |
| 3 | Lara Ostertag | Stigla vom Störtal | 6,83 |
| 4 | Lilja Thordarson | Ófeigur frá Árbæjarhjáleigu II | 5,79 |
| 5 | Johannes Pantelmann | Strákur vom Axenberg | 5,71 |
| 6 | Lilja Thordarson | Skúli frá Árbæjarhjáleigu II | 5,63 |
| 7 | Julia Ostertag | Djöfung vom Heesberg | 4,96 |
| 8 | Kurt Radan | Ímir vom Kronshof | 4,33 |
| 9 | Helmut Bramesfeld | Blöndal vom Störtal | 4,29 |
| 10 | Felina Sophie Gringel | Leikari vom Teufelsmoor | 3,54 |
| 11 | Katharina Rohde | Dagfari frá Sauðárkróki | 2,25 |
| 12 | Franziska Kraft | Leikrun von Hof Osterkamp | 2,04 |
| 13 | Brjánn Júliusson | Ormur frá Framnesi | 1,63 |
| 14 | Helmut Bramesfeld | Baugur frá Efri-Rauðalæk | 0,42 |
| 14 | Siff Malou Olsen | Glæsir frá Hrísum 2 | 0,42 |
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Miðasala í fullum gangi fyrir Uppskeruhátíð hestafólks