Þýskaland Sterkt mót framundan á Kronshof í Þýskalandi

  • 15. maí 2024
  • Fréttir
Hægt að kaupa aðgang að beinni útsendingu

Frá föstudegi til mánudags fer fram íþróttamót á Kronshof í Þýskalandi þar sem hvorki fleiri né færri en 734 hross eru skráð til leiks. Mótið hefur fest sig í sessi sem eitt af sterkustu mótum sumarsins á meginlandi evrópu og þar eru mörg sterk pör skráð til leiks.

Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu sem kostar 29,90 evrur, þá er einnig hægt að horfa á mótið eftir að því líkur. Smellið hér til að kaupa aðgang.

Dagskrá mótsins og ráslistar eru aðgengilegir hér.

Á meðal þekktra hrossa sem verða á mótinu eru: Lýdía frá Eystri-hól, Evert frá Slippen, Katla frá Hemlu II, Kvarði frá Pulu, Nökkvi frá Hrísakoti, Losti frá Ekru, Njörður frá Feti og fjöldinn allur af frábærum gæðingum og flinkum knöpum sem gaman er að horfa á.

Eiðfaxi mun fylgjast með mótinu og flytja af því fréttir.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar