Stórsýning sunnlenskra hestamanna

Frá stórsýningu sunnlenskra hestamanna
Að kvöldi Skírdags, fimmtudaginn 28. mars 2024, fer fram í Rangárhöllinni á Hellu Stórsýning sunnlenskra hestamanna.
Sýningin mun einkennast af léttleika og skemmtun og verður boðið uppá eitthvað fyrir alla hestaáhugamenn – unga sem aldna. Tökum kvöldið frá og komum og fögnum páskum með skemmtilegu fólki á skemmtilegri sýningu!

Atriðin eru að vanda fjölbreytt. Fram munu koma margir af bestu gæðingum landsins og knöpum, afkvæmasýningar stóðhesta, hátt dæmdir kynbótagripir, atriði frá ræktunarbúum auk yngri knapa og hrossa sem eru að stíga sín fyrstu skref.
Forsala aðgöngumiða hefst föstudaginn 18. mars og verður á www.tix.is/storsyning
