Styttist í Icehorse Festival

Þetta er í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn. 300 hestar og knapar víðsvegar frá Evrópu munu etja kappi saman. Forkeppni verður riðin á fimmtudag og föstudag en úrslitin fara fram á laugardegi og sunnudegi.
Stóðhestakeppnin verður á sínum stað þar sem sumir af bestu kynbótahestunum frá Norðurlöndunum munu dansa um völlinn. Áhorfendur velja síðan besta hestinn. Að auki verður boðið upp á Futurity flokka þar sem yngri hross stíga sín fyrstu skref í keppni.
Verslun, fyrirlestrar og partý.
Í takt við hefðina fagnar viðburðurinn íslenska hestinum. Hægt verður að hlusta á fræðandi fyrirlestra með DI Talks, sem stuðla að þróun íslenskrar hestamenningar. Þarna verður einnig stórt verslunarsvæði þar sem áhorfendur eiga að geta fundið allt sem þeir þurfa —og allt sem þeir vissu ekki að þeir þyrftu.
Líkt og í fyrra er Icehorse Festival í góðu samstarfi með danska íslenska hestasamtökunum og er lögð mikil áhersla á bætta velferð hrossa. Engir áhorfendur leyfðir í hesthúsið, hámarks leyfilegur hljóðstyrkur FEIF er í höllinni og strangar skoðanir á búnaði eru nokkur dæmi sem stuðla að aukinni velferð hrossanna á svæðinu.