Suðurlandsdeild Cintamani 2023 – Liðakynning
Veðurspáin lítur vel út fyrir komandi keppni en þriðjudaginn 28. mars fer fram fjórgangur í Rangárhöllinni og hefst hann kl. 19:00!
Keppnin átti að fara fram þann 22. mars en var frestað vegna veðurs sem rættist svo um munaði en þetta lítur allt mun betur út núna.
Staðan í liðakeppni að lokinni fyrstu grein er eftirfarandi:
| Sæti | Lið | Parafimi |
| 1 | Nonnenmacher | 96 |
| 2 | Húsasmiðjan | 86 |
| 3 | Árbæjarhjáleiga / Hjarðartún | 84 |
| 4 | Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær | 76 |
| 5 | Black Crust Pizzeria | 72 |
| 6 | Krappi | 62 |
| 7 | Töltrider | 54 |
| 8 | Hemla / Hrímnir / Strandarhöfuð | 44 |
| 9 | Múli hrossarækt / Hestasál ehf. | 32 |
| 10 | Nagli | 32 |
| 11 | Syðri-Úlfsstaðir / Traðarás | 32 |
| 12 | Dýralæknir Sandhólaferju | 26 |
| 13 | Fiskars | 4 |
Nú er komið að því að kynna næstu lið deildarinnar en deildin samanstendur af 13 liðum sem eru skipuð af 78 knöpum, deildin er því sú fjölmennasta á landinu!
Kynnt hafa verið átta lið og kynnum við hér þau fimm lið sem ekki hafa verið kynnt, það eru lið Vöðla/Snilldarverks/Sumarliðabæjar, lið Dýralækna Sandhólaferju, lið Töltrider, lið Nagla og lið Black Crust Pizzeria!
Við minnum á veitingasöluna í anddyri Rangárhallarinnar og er sko öllum óhætt að mæta svangir því nóg er til!
Fyrir þá sem ekki hafa tök á að koma til okkar í Rangárhöllina þá mun Alendis TV tryggja það að færa heiminum fjórganginn heim í stofu.
Fylgist með á Facebook og Instagram: Suðurlandsdeildin
Suðurlandsdeild Cintamani 2023 – Liðakynning
„Okkur líður vel í Svíþjóð og höfum komið okkur vel fyrir“
„Við skuldum Íslandsmóti að gera þessa tilraun“