Suðurlandsdeildin Opið fyrir umsóknir í Suðurlandsdeildina

  • 10. desember 2025
  • Tilkynning
Suðurlandsdeildin í hestaíþróttum er að hefja sitt tíunda tímabil og er nú opið fyrir umsóknir í deildina 2026. 

Umsóknarfrestur fyrir ný lið er til 21. desember n.k.og biðjum við þau lið sem eiga keppnisrétt að staðfesta þátttöku fyrir þann tíma einnig!

Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn 2-3 atvinnumanna og 3 áhugamanna. Þau lið sem féllu úr deildinni 2025 geta sótt um aftur og fara í pottinn ásamt nýjum liðum sem sækja um.

Liðin verða áfram skipuð 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Í parafimi keppir eitt par skipað 1 atvinnumanni og 1 áhugamanni.

Í skeiði, slaktaumatölti og parafimi keppir 1 atvinnumaður og 1 áhugamaður en í öðrum greinum keppa 2 atvinnumenn og 2 áhugamenn. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður.

Áfram verður Suðurlandsdeildin einungis liðakeppni en þrjú stigahæstu liðin verða verðlaunuð.

Atvinnumaður: Allir ásamt ungmennum.

Áhugamaður: Er að lágmarki 18 ára á árinu og má ekki hafa keppt í meistaraflokki síðustu 2 ár.

Stjórn Suðurlandsdeildarinnar hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylli inngangsskilyrði.

Keppniskvöldin verða fjögur og fara öll fram í Rangárhöllinni á Hellu.

  • 24.febrúar
  • 10. mars
  • 24. mars
  • 7. apríl.

Þátttökugjald 2026 er 225.000 kr. Innifalið í gjaldinu er skráningargjald fyrir knapa á öll mótin og ein auglýsing í streymi.

Suðurlandsdeildin er samstarfsverkefni Hestamannafélagsins Geysis og Rangárhallarinnar.

Allar spurningar sem og umsóknir vegna Suðurlandsdeildar skulu sendar á rangarhollin@gmail.com.

Hvetjum hestamenn að safna saman í lið og sækja um í Suðurlandsdeildina sem er að hefja sittt tíunda tímabil.

Sjáumst í Rangárhöllinni í vetur!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar