Suðurlandsmótið aftur á dagskrá

  • 11. ágúst 2025
  • Fréttir
Daganna 21.-24.ágúst

Alþjóðlegt Suðurlandsmót sem haldið er af Hestamannafélaginu Geysi á Rangárbökkum hefur verið á meðal vinsælustu móta sem fram fara síðssumars á Íslandi. Það leit þó út fyrir að mótið yrði ekki haldið í ár þar sem illa gekk að manna mótið af sjálfboðaliðum. Nú horfir það til betri vegar og um helgina kom tilkynning um að mótið yrði haldið.

Mótið fer fram 21.-24. ágúst þar sem keppt verður í meistaraflokki í öllum greinum. 1.flokki í T3, V2, F2, T4 og PP1 og þá mun Skeiðfélagið halda skeiðleika sína samhliða mótinu. Engin b-úrslit verða og er aldurstakmar 22.ára og eldri.

Frekari upplýsingar um skráningarfrest og annað mun liggja fyrir síðar.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar