Hestamannafélagið Geysir Suðurlandsmóti og Skeiðleikum seinkað

  • 18. ágúst 2025
  • Tilkynning
WR Suðurlandsmótið og seinstu Skeiðleikarnir hafa verið færð til 28. - 31. ágúst

Tekin hefur verið ákvörðun um að færa Suðurlandsmót fullorðinna og Skeiðleika um eina viku eða til 28.-31. ágúst.

„Sú ákvörðun er tekin í samráði við marga aðila. Megin ástæðan er mikill áhugi á sýningu kynbótahrossa á Rangárbökkum en það bættust hross við á síðustu sýningu ársins og er því full vika með 120 hrossum. Því verður yfirlit á föstudegi og svæðið ekki til afnota fyrir keppni fyrr en eftir að henni lýkur eða um kl. 18.00. Það er of knappur tími til að standa að jafn stóru móti og Suðurlandsmóti,“ segir í tilkynningu frá hestamannafélaginu Geysi.

Með þessari breytingu er hægt að veita meira svigrúm og bjóða upp á 2. flokk og B-úrslit í þeim greinum sem þátttaka fer yfir 25 keppendur. Eins hafa ungmenni heimild til að taka þátt í T1, T2, V1, F1 og PP1 Meistarflokki.

Skráning opnaði í Sportfeng í gær sunnudaginn 17.ágúst en henni lýkur sunnudaginn 24. ágúst. Allar fyrirspurnir sendist á skraninggeysir@gmail.com . Keppendur eru hvattir til að skrá tímanlega.

„Við vonumst eftir skilningi gagnvart þessari breytingu og hlökkum til að taka á móti ykkur á Rangárbökkum!“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar