Kynbótasýningar Noregur Svanur hæst dæmda hrossið í Noregi

  • 25. desember 2023
  • Fréttir
Kynbótasýningar í Noregi

Í Noregi voru haldnar þrjár kynbótasýningar, í Seljord, Tresfjord og Momarken. Sýnd voru 57 hross ræktuð í Noregi, 44 í fullnaðardóm og 13 einungis í sköpulagsdóm. Flest voru sýnd í Noregi en sex voru sýnd í Svíþjóð, eitt í Þýskalandi, Danmörku og Hollandi. Af 44 hrossum sem voru sýnd í fullnaðardóm voru tíu sem hlutu fyrstu verðlaun.

Meðalhæð hrossanna sem hlutu fullnaðardóm er 142,5 cm. Meðaltal hrossanna fyrir sköpulag var 7,99, meðaltal hæfileika var 7,58 og meðaltal aðaleinkunnar var 7,72. Meðalaldur hrossanna var 7,27 ár.

Hæst dæmdi stóðhesturinn er Svanur fra Kringeland, 9 vetra, undan Sævari frá Hæli og Öldu fra Kringeland. Hann hlaut fyrir sköpulag 8,49 og fyrir hæfileika 8,68 sem gerir 8,62 í aðaleinkunn. Það var Eyjólfur Þorsteinsson sem sýndi hestinn og hlaut Svanur m.a. 9,0 fyrir tölt, skeið og samstarfsvilja. Inge Kringeland er eigandi og ræktandi hestsins.

Hæsta hryssan er Milljón fra Bergkåsa, sjö vetra, undan Framherja frá Flagbjarnarholti og Skímu fra Bujord. Eigandi og ræktandi er Liv Runa Sigtryggsdóttir. Milljón hlaut fyrir sköpulag 8,09 og fyrir hæfileika 8,36 sem gerir 8,27 í aðaleinkunn. Hún hlaut m.a. 9,0 fyrir tölt, brokk, hægt stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og fet. Sýnandi var Elvar Þormarsson.

Tíu hæst dæmdu hrossin ræktuð í Noregi

Fæðingarnúmer Nafn Uppruni í þgf. S. H. Ae.
NO2014104293 Svanur Kringeland 8.49 8.68 8.62
NO2016102005 Gormur Villanora 8.27 8.75 8.58
NO2016208079 Milljón Bergkåsa 8.09 8.36 8.27
NO2017104027 Golíat Dysterud 8.28 8.13 8.18
NO2016208079 Milljón Bergkåsa 8.09 8.16 8.14
NO2011215289 Spurning Stall Ragnarok 8.46 7.8 8.03
NO2015204069 Ljúfa Kise 8.04 8 8.01
NO2016110187 Geisli Løland 8.39 7.81 8.01
NO2017108113 Töfri Bergkåsa 8.36 7.8 8
NO2015211097 Tindra Brekkeneset 8.15 7.92 8
NO2018204259 Alexandra Kringeland 8.16 7.92 8

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar