Svartur frá Vöðlum er kominn í hólf í Austvaðsholti

  • 13. júlí 2025
  • Tilkynning
Svartur frá Vöðlum er kominn í hólf í Austvaðsholti 2
og tekur prúður á móti nýjum hryssum.
“Svartur er 5v alhliðahestur, takthreinn, rúmur og með einstaklega gott skeið. Hann er hágengur með mjúkt tölt, svifgott brokk og skrefmikið stökk, er einstaklega þjáll og með góðan vilja.
Svartur er undan Kveik frá Stangarlæk (8,76) og heiðursverðlaunahryssunni Nótt frá Oddsstöðum (8,44) sem hefur gefið sjö 1. verðlauna afkvæmi. Afkvæmi Nætur eru þekkt fyrir góð gangskil, takthreinar gangtegundir og frábært skeið. Hér er á ferðinni virkilega spennandi foli’’
Pantanir: Ragga 865-0027 og Sóley 867-7460

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar