Sweden International Horse Show um helgina
Um helgina fer fram the Sweden International Horse Show. Sýningin er í the Friends Arena í Stokkhólmi og hefst hún fimmtudaginn 24. nóvember og er fram á sunnudag 27. nóvember.
Frábær viðburður þar sem knapar og hestar frá ýmsum greinum alþjóðlegra hestaíþrótta koma saman. Auk frábærra heimsbikarkeppna í hindrunarstökki og dressúr hafa íslensku hestarnir átt fastan sess í hjarta þessa frábæra viðburðar í mörg ár.
Það eru mörg sterk pör skráð til leiks, ekki bara frá Svíþjóð, heldur víðs vegar úr Evrópu. Frá Svíþjóð keppa þau Maria Berg á Toppi frá Auðsholtshjáleigu og Vignir Jónasson á Eyvindi frá Eyvindarmúla. Julie Christiansen kemur til Stokkhólms frá Danmörku en hún situr engan annan en Landsmótsstjörnuna Kveik frá Stangarlæk. Lisa Drath kemur alla leið frá Þýskalandi með ungan Lokason, Val frá Heggstöðum og alla leið frá Noregi mætir Gabrielle Severinsen á Tígli fra Kleiva.