Hestamannafélagið Geysir Sýnikennsla í dag á Hvolsvelli

  • 3. mars 2024
  • Tilkynning
Heimsmeistararnir og Geysisfélagarnir Elvar Þormarsson og Sara Sigurbjörnsdóttir munu mæta með hesta.

Fræðslunefnd hestamannafélagsins Geysis stendur fyrir sýnikennslu í Skeiðvangi á Hvolsvelli í dag, sunnudaginn 3. mars kl. 14:00. Heimsmeistararnir og Geysisfélagarnir Elvar Þormarsson og Sara Sigurbjörnsdóttir munu mæta með hesta. Sýnikennsla Söru ber yfirskriftina „Að hafa hestinn hjá sér“ og sýnikennsla Elvars fjallar um gæðingaskeið, Fjalladísi og HM.

Frítt er fyrir alla Geysisfélaga sem greitt hafa árgjald síðasta árs sem og 70 ára og eldri og 18 ára og yngri. Aðgangseyrir fyrir aðra er 1.500 kr.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar