Sýnikennsla með Heimsmeistaranum Julie fyrir keppni í Meistaradeild

  • 12. febrúar 2020
  • Fréttir

Heimsmeistarinn í slaktaumatölti, Julie Christiansen, ætlar að vera með sýnikennslu í TM höllinni í Víðidal áður en keppni hefst í slaktaumatölti í Meistaradeildinni. Sýnikennslan hefst kl. 18:00.

Húsið opnar kl. 17:00 og því tilvalið að mæta snemma, gæða sér á dýrindis veitingum og horfa á sýnikennsluna með Julie. Klukkan 19:00 hefst síðan keppnin en þar mæta til leiks bestu slaktaumatöltarar landsins.

Miðasala er í fullum gangi á tix.is og í verslun Líflands en ársmiðinn kostar 5.000 kr en einnig verður selt inn á staka viðburði. Ársmiðinn er einnig happadrættismiði en dregið verður úr seldum ársmiðum og eru glæsilegir vinningar í boði frá Líflandi, Top Reiter, Litlu hestabúðinni, Toyota Selfossi og folatollar undir marga af glæsilegustu stóðhestum landsins.

Bein útsending verður á RÚV.IS og fyrir þá sem staddir eru erlendis er hægt að gerast áskrifandi að deildinni á oz.com/meistaradeildin.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar