Sýningaáætlun kynbótasýninga 2026
Nú er búið að birta áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2026 og er hún komin inn á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (rml.is) undir Kynbótastarf/Hrossarækt/Kynbótasýningar.
Sýningaáætlun 2026:
Vorsýningar:
18. – 21. maí Rangárbakkar
26. – 29. maí Rangárbakkar
1. – 5. júní Rangárbakkar
1. – 5. júní Sörlastaðir
1. – 5. júní Hólar
8. – 11. júní Rangárbakkar
8. – 12. júní Sörlastaðir
8. – 12. júní Mið-Fossar
8. – 12. júní Akureyri
15. – 19. júní Rangárbakkar
15. – 19. júní Víðidalur
15. – 19. júní Hólar
22. – 24. júní Rangárbakkar
22. – 24. júní Hólar
5. – 11. júlí Landsmót að Hólum
Miðsumarssýningar:
20. – 24. júlí Rangárbakkar
20. – 24. júlí Akureyri
Síðsumarssýningar:
10. – 13. ágúst Rangárbakkar
17. – 21. ágúst Rangárbakkar
17. – 21. ágúst Hólar
Landsmót verður haldið í þriðja sinn að Hólum í Hjaltadal á næsta ári og byrjar það 5. júlí og endar á laugardagskvöldi 11. júlí.
Vorsýningar enda miðvikudaginn 24. júní og er reynt að teygja þær eins nálægt mótinu og hægt er. Að þeim loknum tekur við útreikningur á kynbótamati sem röðun afkvæmahesta á Landsmóti grundvallast á og annar undirbúningur vegna sýninga kynbótahrossa á mótinu. Tilkynnt verður um fjölda kynbótahrossa á Landsmóti og tilhögun valsins um leið og það liggur fyrir frá fagráði. Ákveðið var að byrja viku fyrr sunnanlands en verið hefur og einnig að bjóða upp á heldur fleiri sýningar norðan heiða. Þá verður kynbótasýning á Mið-Fossum á Vesturlandi en sýning var haldin þar í fyrra í fyrsta skipti síðan 2016 og tókst vel.
Afar spennandi sýningarár er í vændum og miðað við framfarir síðustu ára er mikils að vænta af kynbótahrossum þessa lands.
Sýningaáætlun kynbótasýninga 2026
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar
Styttist í fyrsta mót í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum