Tæplega 900 skráningar á Reykjavíkurmeistaramót

  • 9. júní 2021
  • Fréttir

Mynd af verðlaunaafhendingu á Reykjavíkurmeistaramóti árið 2020

Reykjavíkurmeistaramótið fer fram í Víðidalnum í Reykjavík í næstu viku. Skráningu á mótið lauk í gær og það stefnir í svakalega veislu því skráningar á mótið eru rétt tæplega 900 talsins.

Augu hestaáhugafólks munu án vafa beinast að þessu móti og má búast við því að flestir af sterkustu keppnishestum landsins séu á meðal keppenda.

Eiðfaxi fjallar nánar um mótið þegar ráslistar og dagskrá liggja fyrir.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<