Landsamband hestamanna Takk sjálfboðaliðar!

  • 5. desember 2025
  • Aðsend grein
Aðsend grein frá Lindu Björk Gunnlaugsdóttir, formanni LH

Stór hluti hestamanna leggja sitt af mörkum í sjálfboðastarfi ár hvert í þágu síns hestamannafélags. Þetta er fólk á öllum aldri, úr öllum stéttum, með allskonar menntun og bakgrunn. Allt félagsstarf hestamannafélaganna er meira og minna borið uppi af sjálfboðaliðum sem leggja að mörkum óteljandi vinnustundir í þágu hestamennskunnar. Þetta er til dæmis stjórnarfólk, nefndafólk, starfsfólk við mótahald og fólk sem sinnir hagsmunagæslu fyrir hestamenn á ýmsum vettvangi.

Við fáum seint nægilega þakkað öllum þeim sem leggja sínu hestamannafélagi lið og um leið hestamennskunni í heild sinni, og leggja að mörkum krafta sína og dýrmætan tíma í þágu hestamennskunnar.

Í dag 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans, Landssamband hestamannafélaga þakkar öllum sjálfboðaliðum hestamannafélaga ómetanlegt starf.

Með kveðju,
Linda Björk Gunnlaugsdóttir
formaður LH.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar