„Það segir enginn nei við svona miklum peningum“

  • 1. apríl 2021
  • Fréttir

Skýr fylgir í fótspor margra hátt dæmdra stóðhesta og fer af landi brott nú í apríl

Þær fréttir bárust í gærkvöldi að Sleipnisbikarhafinn Skýr frá Skálakoti væri seldur úr landi og færi til nýrra heimkynna í Bandaríkjunum þann 10.apríl næstkomandi. Blaðamaður Eiðfaxa sló á þráðinn til ræktenda og annars af eigendum hestsins, Mumma í Skálakoti, til að fá úr því skorið hvort orðrómur þessi væri sannur.

Já því miður að þá er staðan sú að hann Skýr minn er á leið úr landi nú í byrjun apríl. Þetta átti ekki langan aðdraganda því síðastliðinn sunnudag hringdi í mig hestamaður búsettur í Ameríkuhreppi sem vildi kaupa hann blesa. Ég sagði í fyrstu nei en þegar tiboðið var komið í 1,6 milljón dollara, sem eru víst rétt rúmar 200 milljónir í okkar mynt, að þá varð ég orðlaus í augnablik og sagði svo Já!“

En hvernig er tilfinningin nú þegar ákvörðunin hefur verið tekinn og hvað segir hinn eigandinn, Jakob Svavar Sigurðsson, um þetta?

„Hann Jakob minn Svavar veit ekkert um málið að svo stöddu og fréttir það líklega nú á vef Eiðfaxa. En ákvörðunin var í sjálfu sér ekki erfið, það segir enginn nei við svona miklum peningum. Í ljósi mikillar umræðu meðal hestamanna um stofnverndarmál og útflutning á góðum gripum til útlanda að þá ætla ég þó að gefa íslenskum ræktendum tækifæri á að jafna tilboð þetta og verð við símann í kvöld, þannig að þeir sem vilja halda honum hér á landi geta hringt í mig.“

Afhending Sleipnisbikarsins á Landssýningu kynbótahrossa sem fram fór á Rangárbökkum í sumar. Handhafar Sleipnisbikarins eru eigendur Skýs frá Skálakoti. þeir Guðmundur J. Viðarsson og Jakob Svavar Sigurðsson. F.v. Jakob Svavar Sigurðsson, Guðmundur J. Viðarsson, Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands og Sveinn Steinarsson formaður Félags Hrossabænda. Ljósmyndari: Louisa Hackl

Afhending Sleipnisbikarsins á Landssýningu kynbótahrossa sem fram fór á Rangárbökkum í sumar. Handhafar Sleipnisbikarins eru eigendur Skýs frá Skálakoti. þeir Guðmundur J. Viðarsson og Jakob Svavar Sigurðsson. F.v. Jakob Svavar Sigurðsson, Guðmundur J. Viðarsson, Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands og Sveinn Steinarsson formaður Félags Hrossabænda. Ljósmyndari: Louisa Hackl

 

Eins og flestir en þó ekki allir lesendur Eiðfaxa gerðu sér grein fyrir er frétt þessi saklaust grín í tilefni af 1.apríl.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<