Þakkir veittar þeim sem komu að Viking Masters mótaröðinni
Viking Masters mótaröðin í Þýskalandi er samstarfsverkefni Eiðfaxa og Eyja.net. Mótaröðin ætti ekki að hafa farið framhjá lesendum Eiðfaxa þar sem heilmikið hefur verið um hana fjallað á vef okkar. Þessu verkefni, að koma á lagginar innanhús mótaröð þar í landi, var vægast sagt vel tekið. Bæði atvinnu- og áhugamenn kepptu á þremur mismunandi stöðum í Þýskalandi með það að markmiði að komast inn á lokamótið en úrslit þess má skoða með því að smella hér.
Lokamótið fór fram í Münster þann 9.mars síðastliðin, Berglind Margo Þorvaldsdóttir kynnti verkefnið Horses of Iceland og var mikið lagt upp góðri landkynningu á Íslandi, sem upprunalandi íslenska hestsins og sérstöðu þess. Fjöldi sýningarbása var á mótinu þar sem gestir gátu kynnt sér bæði íslenska og erlendar vörur.
Heiðursgestir á lokamótinu voru þau María Erla Marelsdóttir sendiherra Íslands í Þýskalandi. Maria Winkel, borgarstjóri Münster og Sönke Lauterbach, aðalritari FN.
Sigurður Ingi Bjarnason gullsmiður hjá SIGN hannaði, framleiddi og gaf verðlaunagripi sem unnur eru úr nýrunnu hrauni á Reykjanesskaga. Þá gaf hann einnig öllum sigurvegurum glæsilega hálsfesti frá SIGN.
Fjölmörg íslensk fyrirtæki lögðu mótinu lið með einum eða öðrum hætti. Allir þátttakendur fengu íslenskt páskaegg frá Nóa Siríus og við komu á föstudegi var þeim boðið upp á vínarpylsur frá SS með öllu tilheyrandi, sem féll vel í kramið!
Mörg af glæsilegustu hótelum landsins veitti gjafabréf sem voru upp á helgargistingu fyrir tvo. Hótel Geysir, Hótel Holt, Hótel Leirubakki , Hótel Örk, Hótel Rangá
, Hótel Stracta og Hótel Vík í Mýrdal
M.J. Art gaf glæsilegt málverk sem sjá má á myndinni hér að ofan. Margir einstaklingar og fyrirtæki lögðu mótaröðinni lið. Sjálfboðaliðar víðsvegar að úr Þýskalandi tóku virkan þátt í öllum fjórum keppnisdögunum og framúrskarandi fyrirtæki veittu verðlaun sem voru ekki af verri endanum.
Eques, Hrímnir og Top Reiter gáfu verðlaun í formi glæsilegra reiðtygja og annars búnaðar sem þessi framúrskarandi fyrirtæki framleiða. Hvert og eitt þessara fyrirtækja gaf svo glæsilegan hnakk úr þeirra framleiðslu á loka mótaröðinni. Eigendum þesssara fyrirtækja er þakkað kærlega fyrir veittan stuðning.
Berglind Margo Þorvaldsdóttir verkefnastjóri Horses of Iceland fær sérstakar þakkir fyrir hennar aðkomu að mótaröðinni.
Eftirtaldir aðilar komu að mótaröðinni og er þeim þakkað fyrir sína aðkomu.
● Horses of Iceland
● EQUES
● Hrímnir
● TopReiter
● Agria Tierversicherung
● CASCO
● GladiatorPLUS
● Nói Sírius
● Roeckl Sporthandschuhe
● SIGN Jewelry
● Akazienhof
● Blómatún
● Blue Lagoon
● EQUITANA
● EVAX AG
● Export Hestar Eysteinn Leifsson
● Gangwerkstatt Rebecca Heinrich
● Gestüt Alpenhof
● Gestüt Ellenbach
● HestaGallery
● hestakofi
● Hestar Hof Heller
● Hestaverk
● HorseDay
● Hótel Geysir
● Hótel Holt
● Hótel Leirubakki
● Hótel Örk
● Hótel Rangá
● Hótel Stracta
● Hótel Vík í Mýrdal
● Icelandair
● IceTest
● Ís Knapar
● Isi4Fun
● Jung Reitsport
● KLAFS
● Landsmót 2024
● Leovet
● Margrét Júlíusdóttir M.J. ART
● Pferd & Mensch in Harmonie
● Reitschule Berger
● Sláturfélag Suðurlands
● Symbolas
● ToHoVet
● Torfhús Retreat
● Unique Reitsport
● VetArt
● wehorse – Dein digitaler Reitcoach
● WM 2025 Birmenstorf
● Zipline Iceland in Vík
● IPZV e.V. (Guðbjörn H. Jónsson)
● IPZV Bayern e.V. (Felix Rosen)
● IRV Hohenlinden e.V. (Anna Müller)
● IPZV Münsterland e.V. (Andreas Trappe und Beatrix Gippert)
● IPZV Nord e.V. (Gesche Goede)
● Daniel Schulz
● Frauke Schenzel
● Lisa Schürger
● AZL Luhmühlen
● Gestüt Ellenbach
● Westfälisches Pferdezentrum