Þátttaka kynbótahrossa á Landsmótum

Haustráðstefna Fagráðs í hrossarækt fór fram 20. nóvember. Á ráðstefnunni fóru fram vinnustofur þar sem rædd var þátttaka kynbótahrossa á landsmótum en m.a. var spurningin „Hver er tilgangur með þátttöku kynbótahrossa á Landsmótum?“ rædd.
Hér fyrir neðan í spilaranum er hægt að horfa á umfjöllun um niðurstöður þessara vinnuhópa. Þeir sem stóðu upp og töluðu fyrir hönd sinna hópa voru Eysteinn Leifsson, Erlendur Árnason, Vignir Sigurðsson og Heiðrún Eymundsdóttir.