Þau eru tilnefnd sem hestamaður ársins 2025
Eiðfaxi stendur fyrir kjöri á hestamanni ársins 2025 og geta lesendur nú valið þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Lesendur sendu inn tilnefningar í gegnum vef Eiðfaxa og er nú búið að fara yfir þær og ljóst er hvaða fimm aðilar lesendur Eiðfaxa telja eiga skilið að bera titilinn „Hestamaður ársins 2025“.
Hægt er að greiða atkvæði til hliðar á forsíðu Eiðfaxa. ATH. þú verður að vera á forsíðunni og er kosningin hægra megin á síðunni. Ef þú ert að skoða þetta í síma þarftu að fletta aðeins niður til að kosningin komi í ljós.
Kosningu lýkur á miðnætti í dag, 27. desember og verður tilkynnt um valið í framhaldi af því.
Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í stafrófsröð og þann rökstuðning sem tilnefningunni fylgdi.
Ásmundur Ernir Snorrason: Náði mögnuðum árangri í ár og þá sérstaklega á hryssunni Hlökk frá Strandarhöfði. Þeirra framkoma heillaði alla þá sem sáu.
Ármann Örn Magnússon: 84 ára gamall með óbilandi áhuga og elju í hestamennskunni er með 5-10 hross á járnum, ríður út flest alla daga og er ennþá virkur í keppni. Hjálpar öllum þeim sem áhuga hafa á hestamennsku, lánar hross sín þeim sem ekki eiga og er fyrirmynd annarra hestamanna.
Brynja Kristinsdóttir: Hlaut hvatningarverðlaun Búgreinadeildar hrossabænda fyrir áferðarfallegar og kraftmiklar kynbótasýningar þar sem hesturinn fær að njóta sín í fallegu samspili þeirra í milli.
Jens Einarsson: Hefur um áratuga skeið fjallað um hestamennskuna bæði að atvinnu- og áhugamáli. Með hárbeittum penna sínum tekst honum oft að skapa umræðu sem annars ætti sér ekki stað og fær fólk til að hugsa hlutina frá nýju sjónarhorni, hristir upp í hlutunum.
Sjálfboðaliðar í hestamennsku: Æskulýðsstarf, mótahald, námskeið og allt sem snýr að okkar starfi. Inna af hendi því sem við tökum oft sem sjálfsögðum hlut. Sjálfboðaliðinn er undirstaða alls okkar. Því vil ég tilnefna „sjálfboðaliðann“ sem hestamenn ársins.
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar
„Nú tekur við að velja í landsliðshóp og heyra í knöpum“