Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2023

  • 29. desember 2023
  • Fréttir
Síðasti dagur til að kjósa á vef Eiðfaxa

Eiðfaxi stendur fyrir kjöri á manni ársins 2023 og geta lesendur nú valið þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Lesendur sendu inn tilnefningar í gegnum vef Eiðfaxa og er nú búið að fara yfir þær og ljóst er hvaða sex aðilar lesendur Eiðfaxa telja eiga skilið að bera titilinn „Maður ársins 2023“.

Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í stafrófsröð.

Hægt er að greiða atkvæði til hliðar á forsíðu Eiðfaxa. ATH. þú verður að vera á forsíðunni og er kosningin hægra megin á síðunni. Ef þú ert að skoða þetta í síma þarftu að fletta aðeins niður til að kosningin komi í ljós. 

Kosningin stendur yfir til 29. desember. Tilkynnt verður um valið á gamlársdag.

Elvar Þormarsson

“Hógvær, fagmaður og hestvænn knapi. Mikil fyrirmynd fyrir íþróttahreyfinguna bæði innan vallar sem utan. Fyrir unga sem aldna. Líka fyrir einstakt afrek á HM í Hollandi. Íslandsmeistari og tvöfaldur heimsmeistari,” kemur fram í tilnefningunum.

Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir

Vegna rannsóknar sinnar á áhrif þyngdar knapa á líkamlegt ástand íslenska hestsins. Mjög mikilvægt málefni í ljósi umræðunnar í dag kemur fram í tilnefningunum.

Jóhanna Margrét Snorradóttir

“Heimsmeistari í tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum. Fagleg og mikill fyrirmyndar knapi. Í viðtölum á Heimsmeistaramótinu var hún svo einlæg og sýndi vel hvað hestamennskan snýst um,” kemur fram í tilnefningunum.

Sara Sigurbjörnsdóttir

“Vann fimmgang á Heimsmeistaramóti, loksins fyrir Ísland eftir 16 ára bið. Frábær reiðmaður, fyrirmynd og hefur verið til sóma fyrir íslenska hestinn  kemur fram í tilnefningunum.

Þórdís Anna Gylfadóttir

Frábær frumkvöðull og ber uppi æskulýðsstarf bæði hjá Spretti og á landsvísu í gegnum námskeiðahald fyrir börn og unglinga. Hún dregur vagninn í kynningarstarfi fyrir íslenska hestinn á erlendri grundu í gegnum Horses of Iceland,” kemur fram í tilnefningunum.

 

 

Aðrir sem hlutu tilnefningu eru í stafrófsröð:

Auðun Kristjánsson

Axel Örn Ásbergsson

Björgvin Daði Sverrisson

Camilla Hoj

Daníel Gunnarsson

Einar Oddur Ingvason

Erling Ó Sigurðsson

Fannar Jónasson

Glódís Rún Sigurðardóttir

Guðbrandur Stígur Ágústsson

Herdís Björg Jóhannsdóttir

Hinrik Sigurðsson

Jón Ársæll Bergmann

Kristinn Bjarni

Kristján Arason

Kristján Loftsson

Máni Hilmarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigurgeir Jóhannsson

Sigurveig Stefánsdóttir

Stine Laatsch

Sæmundur Ólafsson

Teitur Guðbjörnsson

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar