„Þetta er rosalega erfið grein úthaldslega séð“

  • 24. júlí 2022
  • Fréttir
Árni Björn Pálsson Íslandsmeistari í tölti

„Mér líður mjög vel,“ segir Árni Björn Pálsson Íslandsmeistari í tölti 2022 á Ljúfi frá Torfunesi. Jóhanna Margrét Snorradóttir á Bárði frá Melabergi gerðu góða atlögu að titlinum en eftir hæga töltið voru þau jöfn með 9,0 í einkunn. Árni Björn segist þó ekki hafa verið stressaður. „Ég pæli aldrei í tölunum á meðan úrslitin standa yfir. Reyni að gera hvert atriði eins vel og ég get, meira get ég ekki gert.“ Þetta var sjöundi Íslandsmeistaratitilinn sem Árni Björn vinnur í tölti og voru þeir Ljúfur titilverjendur.

Nú eru tvær vikur síðan Árni Björn og Ljúfur kláruðu tölt úrslit á Landsmóti þar sem þeir stóðu einnig efstir. Það getur verið erfitt að toppa tvisvar með stuttu millibili en Árni Björn og Ljúfur náðu því svo sannarlega. „Ég var með hann í léttri þjálfun á milli móta. Hann er að sinna hryssum líka sem tekur tíma. Ég einblíndi á að halda honum í léttu trimmi og svo tókum við einn lengri túr þar sem ég teymdi hann á hjóli. Annars bara létt trimm á milli mótanna til að halda þolinu.“

„Þetta er rosalega erfið grein úthaldslega séð. Þú ert að biðja hestinn um að ganga í söfnun lengi og svo skjótast upp og niður í hraðabreytingum og enda á yfirferðar tölti. Þetta er líkamlega erfitt og það þarf sterkan, viljugan og þjálan hest í þetta verkefni. Það getur enginn gert prógram í tölti á hæsta leveli nema hesturinn sé þjáll. Það skiptir svo mikilu máli.“

A úrslit – Tölt – Meistaraflokkur – Niðurstöður
Sæti Knapi Hross Einkunn

1 Árni Björn Pálsson Ljúfur frá Torfunesi 9,22
Hægt tölt 9,00 8,50 9,00 9,00 9,00
Tölt með hraðamun 9,00 9,50 9,00 9,00 9,50
Greitt tölt 9,50 9,50 9,50 9,50 9,50

2 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi 8,89
Hægt tölt 9,00 9,00 9,00 9,00 9,00
Tölt með hraðamun 8,50 9,00 9,00 8,50 9,00
Greitt tölt 9,00 9,00 8,00 8,50 9,00

3 Helga Una Björnsdóttir Fluga frá Hrafnagili 8,67
Hægt tölt 8,00 8,50 8,00 8,00 8,50
Tölt með hraðamun 8,50 9,00 8,50 9,00 8,50
Greitt tölt 9,00 9,50 9,00 9,50 9,00

4-5 Leó Geir Arnarson Matthildur frá Reykjavík 8,33
Hægt tölt 8,00 8,50 8,00 8,00 8,00
Tölt með hraðamun 8,50 8,50 8,00 8,50 8,50
Greitt tölt 8,50 9,00 8,50 8,50 8,50

4-5 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli 8,33
Hægt tölt 8,50 9,50 8,50 8,50 8,00
Tölt með hraðamun 8,50 8,00 8,50 7,50 8,00
Greitt tölt 8,50 8,00 8,50 8,50 8,00

6 Teitur Árnason Taktur frá Vakurstöðum 8,17
Hægt tölt 8,50 8,00 8,00 8,50 8,50
Tölt með hraðamun 8,00 7,50 8,50 8,00 8,00
Greitt tölt 8,50 7,50 8,00 8,50 8,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar