Þórálfur frá Prestsbæ felldur

  • 9. nóvember 2020
  • Fréttir

Þórálfur frá Prestsbæ var felldur nú á dögunum eftir að það uppgvötaðist að hann var með brotið tungubein sem, þrátt fyrir tilraunir dýralækna, var ekki hægt að bæta. Þetta kemur fram á facebook síðu sem tileinkuð er þessum gæðing.

Þórólfur er ræktaður af og í eigu Inga og Ingar Jensen. Hann var um tíma hæst dæmdi hestur allra tíma en í sínum hæsta dómi hlaut hann 8,93 fyrir sköpulag, 8,95 og í aðaleinkunn 8,94 sýnandi hans þá sem við önnur tilefni var Þórarinn Eymundsson.

Þórólfur fór erlendis árið 2017 þegar hann var fulltrúi Íslands í flokki sjö vetra og eldri á HM sem fram fór í Hollandi það ár.

Í pistli eigenda Þórólfs þar sem þau minnast hans segir meðal annars. ,,Þórólfur var draumur sem rættist fyrir okkur sem ræktendur. Gullfallegur og sérstakur á litinn. Hæfileikaríkur með hreinar og góðar gangtegundir. Frábært geðslag, spakur og auðveldur á að ríða. Við munum sakna hans mikið.“

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar