Norðurlandamót Þórður með magnaða sýningu á Gormi

  • 9. ágúst 2024
  • Fréttir

Þórður var að vonum kampakátur að forkeppni lokinni

Landsliðsmenn Íslands báðir í úrslit

Forkeppni í A-flokki er lokið í Herning. Mjög margar góðar sýningar sáust þrátt fyrir rigningu og blauta velli.

Sé miðað við þessa upphafsdaga á Norðurlandamótinu að þá er það ljóst að gæðingakeppnin er síst á undanhaldi á Norðurlöndunum og hafa gæði hrossa verið góð í þeim flokkum sem lokið er.

Sýning Þórðar Þorgeirssonar stóð þó upp úr og einkunnir dómara eftir því. Er hann í öruggri forystu að forkeppni lokinni með 8,776 í einkunn. Gormur er hátt dæmdur stóðhestur undan Álfi frá Selfossi og Grágás frá Gýgjarhóli.

Jón Bjarni Smárson keppti einnig fyrir hönd Ísland á Skutli frá Hafsteinsstöðum og gerðu þeir vel, hlutu í einkunn 8,516 og sæti í B-úrslitum.

Í öðru sæti er Völsungur frá Skeiðvöllum, sýndur af Susanne Larsen Murphy, með einkunnina 8,688. Keppa þau fyrir hönd Danmerkur.

Í þriðja sæti að lokinni forkeppni er Laxnes frá Ekru, sýndur af Rasmus Møller Jensen, með einkunnina 8,672. Keppa þeir fyrir hönd Danmerkur.

#. Knapi Hestur Einkunn
1 Þórður Þorgeirsson Gormur fra Villanora 8.776
2 Susanne Larsen Murphy Völsungur frá Skeiðvöllum 8.688
3 Rasmus Møller Jensen Laxnes frá Ekru 8.672
4 Christina Lund Ópal fra Røkstua 8.628
5 Mona Tysland Lillehagen Möttull frá Túnsbergi 8.570
6 James Faulkner Leikur frá Lækjamóti II 8.544
7 Elise Lundhaug Grímur fra Gavnholt 8.540
8 Alberte Smith Vaki frá Auðsholtshjáleigu 8.528
9 Johanna Asplund Boði från Åleby 8.516
9 Jón Bjarni Smárason Skutull frá Hafsteinsstöðum 8.516
11 Laura Nyström Gilda fra Stenkullagård 8.468
12 Arnór Dan Kristinsson Spaði frá Skarði 8.436
13 Desirée Alameri Nikulás fra Guldbæk 8.420
14 Katie Sundin Brumpton Kolka från Fögruhlíð 8.408
15 Berglind Gudmundsdottir Björn frá Svignaskarði 8.114
16 Sigurður Óli Kristinsson Freisting frá Háholti 7.440
17 Jenny Göransson Ágústínus frá Jaðri 0.00

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar