Þórður með magnaða sýningu á Gormi
Þórður var að vonum kampakátur að forkeppni lokinni
Forkeppni í A-flokki er lokið í Herning. Mjög margar góðar sýningar sáust þrátt fyrir rigningu og blauta velli.
Sé miðað við þessa upphafsdaga á Norðurlandamótinu að þá er það ljóst að gæðingakeppnin er síst á undanhaldi á Norðurlöndunum og hafa gæði hrossa verið góð í þeim flokkum sem lokið er.
Sýning Þórðar Þorgeirssonar stóð þó upp úr og einkunnir dómara eftir því. Er hann í öruggri forystu að forkeppni lokinni með 8,776 í einkunn. Gormur er hátt dæmdur stóðhestur undan Álfi frá Selfossi og Grágás frá Gýgjarhóli.
Jón Bjarni Smárson keppti einnig fyrir hönd Ísland á Skutli frá Hafsteinsstöðum og gerðu þeir vel, hlutu í einkunn 8,516 og sæti í B-úrslitum.
Í öðru sæti er Völsungur frá Skeiðvöllum, sýndur af Susanne Larsen Murphy, með einkunnina 8,688. Keppa þau fyrir hönd Danmerkur.
Í þriðja sæti að lokinni forkeppni er Laxnes frá Ekru, sýndur af Rasmus Møller Jensen, með einkunnina 8,672. Keppa þeir fyrir hönd Danmerkur.
| #. | Knapi | Hestur | Einkunn |
| 1 | Þórður Þorgeirsson | Gormur fra Villanora | 8.776 |
| 2 | Susanne Larsen Murphy | Völsungur frá Skeiðvöllum | 8.688 |
| 3 | Rasmus Møller Jensen | Laxnes frá Ekru | 8.672 |
| 4 | Christina Lund | Ópal fra Røkstua | 8.628 |
| 5 | Mona Tysland Lillehagen | Möttull frá Túnsbergi | 8.570 |
| 6 | James Faulkner | Leikur frá Lækjamóti II | 8.544 |
| 7 | Elise Lundhaug | Grímur fra Gavnholt | 8.540 |
| 8 | Alberte Smith | Vaki frá Auðsholtshjáleigu | 8.528 |
| 9 | Johanna Asplund | Boði från Åleby | 8.516 |
| 9 | Jón Bjarni Smárason | Skutull frá Hafsteinsstöðum | 8.516 |
| 11 | Laura Nyström | Gilda fra Stenkullagård | 8.468 |
| 12 | Arnór Dan Kristinsson | Spaði frá Skarði | 8.436 |
| 13 | Desirée Alameri | Nikulás fra Guldbæk | 8.420 |
| 14 | Katie Sundin Brumpton | Kolka från Fögruhlíð | 8.408 |
| 15 | Berglind Gudmundsdottir | Björn frá Svignaskarði | 8.114 |
| 16 | Sigurður Óli Kristinsson | Freisting frá Háholti | 7.440 |
| 17 | Jenny Göransson | Ágústínus frá Jaðri | 0.00 |
Þórður með magnaða sýningu á Gormi
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar
Sprettur leitar að sjálfstæðum, drífandi, þjónustulunduðum og jákvæðum framkvæmdastjóra
Kosið um reiðkennara ársins 2025 hjá FEIF
Samskipadeildin – Áhugamannadeild Spretts hefst í febrúar