Þórgunnur og Vignir unnu gæðingaskeiðið og Mette 100 metrana

  • 21. maí 2023
  • Fréttir

Þórgunnur og Djarfur Mynd: Freydís Þóra Bergsdóttir

Niðurstöður gærdagsins frá WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings

Í dag er úrslitadagur á WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings. Í gær fór fram keppni í slaktaumatölti T2 en efst í meistaraflokki eftir forkeppni varð Mette Mannseth á Blundi frá Þúfum með 7,43. Í ungmennaflokki er efst Björg Ingólfsdóttir á Straumi frá Eskifirði með 6,80 og í unglingaflokki er það Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Vildísi frá Múla með 6,13 í einkunn.

Í tölti T3 í barnaflokki varð Hjördís Halla Þórarinsdóttir efst á Flipa frá Bergsá með 6,17 í einkunn og í tölti T7 í 2. flokki varð efst eftir forkeppni Þóranna Másdóttir á Dalmari frá Dalbæ með 6,20 í einkunn.

Þórgunnur Þórarinsdóttir vann gæðingaskeiðið í ungmennaflokki á Djarfi frá Flatatungu með 6,54 í einkunn og Vignir Sigurðsson vann meistaraflokkinn á Sigri frá Bessastöðum með 7,50 í einkunn. Mette Mannseth vann 100 m. skeiðið á Vivaldi frá Torfunesi með tímann 7,61 sek.

100 m. skeið
Sæti Knapi Hross Tími
1 Mette Mannseth Vívaldi frá Torfunesi 7,61
2 Finnbogi Bjarnason Stolt frá Laugavöllum 7,71
3 Sigurður Heiðar Birgisson Hrina frá Hólum 7,73
4 Klara Sveinbjörnsdóttir Glettir frá Þorkelshóli 2 7,77
5 Guðmar Freyr Magnússon Vinátta frá Árgerði 7,95
6 Vignir Sigurðsson Sigur frá Bessastöðum 8,09
7 Hörður Óli Sæmundarson Slæða frá Stóru-Borg syðri 8,52
8 Atli Freyr Maríönnuson Haukur frá Dalvík 8,52
9 Sigrún Rós Helgadóttir Gerpla frá Hofi á Höfðaströnd 8,53
10 Unnur Sigurpálsdóttir Elva frá Miðsitju 8,70
11 Gísli Gíslason Sproti frá Þúfum 9,11
12 Pernille Wulff Harslund Gormur frá Þúfum 9,65
13 Þorsteinn Björn Einarsson Mergur frá Kálfsstöðum 9,88

Tölt T2 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Mette Mannseth Blundur frá Þúfum 7,43
2 Sigrún Rós Helgadóttir Fannar frá Hafsteinsstöðum 6,90
3 Klara Sveinbjörnsdóttir Vorbrá frá Efra-Langholti 6,60
4 Atli Freyr Maríönnuson Tangó frá Gljúfurárholti 6,07
5 Guðmar Freyr Magnússon Hljómur frá Nautabúi 5,90

Slaktaumatölt T2 – Ungmennaflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Björg Ingólfsdóttir Straumur frá Eskifirði 6,80
2 Auður Karen Auðbjörnsdóttir Hátíð frá Garðsá 6,57
3 Þórgunnur Þórarinsdóttir Hnjúkur frá Saurbæ 6,47
4 Ólöf Bára Birgisdóttir Gnýfari frá Ríp 6,40
5 Björg Ingólfsdóttir Korgur frá Garði 5,93

Slaktaumatölt T2 – Unglingaflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Vildís frá Múla 6,13
2 Áslaug Lóa Stefánsdóttir Óskhyggja frá Íbishóli 5,47
3 Hjördís Halla Þórarinsdóttir Taktur frá Varmalæk 3,97

Tölt T3 – Barnaflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Hjördís Halla Þórarinsdóttir Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi 6,17
2 Arnór Darri Kristinsson Loki frá Litlu-Brekku 5,73
3 Hreindís Katla Sölvadóttir Ljómi frá Tungu 4,47

Tölt T7 – Fullorðinsflokkur – 2. flokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Þóranna Másdóttir Dalmar frá Dalbæ 6,20
2 Guðrún Hanna Kristjánsdóttir Snilld frá Hlíð 5,93
3 María Björk Jónsdóttir Magnea frá Gásum 5,80
4 Fjóla Viktorsdóttir Prins frá Syðra-Skörðugili 5,63
5 Ólöf Sigurlína Einarsdóttir Stika frá Skálakoti 5,43
6 Pétur Ingi Grétarsson Gjafar frá Hóli 5,37

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar