Þórshamar hlaut 10 og nítján hross 9,5 fyrir bak og lend

  • 22. september 2024
  • Fréttir

Þórshamar frá Reykjavík, Þorgeir Ólafsson heldur í hestinn

Kynbótaárið gert upp í einstökum eiginleikum

Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er fróðlegt að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Nú verður fjallað um eiginleikann bak og lend.

Í þessum eiginleika er yfirlínan í baki og lend metin; stefnan og sveigjan í bakinu og lengd og halli lendarinnar. Einnig er lagt mat á breidd og vöðvafyllingu baksins, lengd og breidd spjaldhryggjar og lögun og vöðvafyllingu lendarinnar. Horft er til þess að munur á neðsta punkti í baki og hæsta punkt á lend sé ekki of mikill (viðmið: 4 – 6 cm).  Lögð er áhersla á að eiginleikinn nýtist í reið. Ef vafi leikur á stefnu og/eða sveigju í baki hvað varðar burð eða mýkt skal skoða hvernig hrossinu nýtist eiginleikinn í reið.

Einn hestur hlaut einkunnina 10,0 fyrir bak og lend í ár en það var Þórshamar frá Reykjavík, hann er undan Reginn frá Ketu sem er undan Kiljani frá Steinnesi. Kiljan stendur framarlega á meðal reyndra kynbótahesta í kynbótamatinu fyrir bak og lend. Móðir Þórshamars er Bót frá Reyðarfirði. Ræktandi hans er Leó Geir Arnarson.

 

Nafn  Uppruni í þgf. Faðir Móðir
Dikta Fornustöðum Kiljan frá Steinnesi Snilld frá Reyrhaga
Edda Rauðalæk Kiljan frá Steinnesi Elísa frá Feti
Hetja Hestkletti Glúmur frá Dallandi Hafdís frá Skeiðvöllum
Hetja Ragnheiðarstöðum Þráinn frá Flagbjarnarholti Hending frá Úlfsstöðum
Hljómur Auðsholtshjáleigu Organisti frá Horni Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu
Hrafn Oddsstöðum I Viti frá Kagaðarhóli Elding frá Oddsstöðum I
Ísey Stekkjardal Akur frá Kagaðarhóli Lögg frá Brandsstöðum
Kólumbus Teland Kleó frá Hofi Sögn frá Auðsholtshjáleigu
Kristall Kílhrauni Hringur frá Gunnarsstöðum Sara frá Stóra-Vatnsskarði
List Austurási Draupnir frá Stuðlum Spóla frá Syðri-Gegnishólum
Lína Efra-Hvoli Ölnir frá Akranesi Eining frá Lækjarbakka
Mergur Syðra-Skörðugili Skýr frá Skálakoti Lára frá Syðra-Skörðugili
Mjallhvít Sumarliðabæ 2 Stáli frá Kjarri Þyrnirós frá Þjóðólfshaga
Óvissa Bjarnastöðum Ísar frá Hömrum II Snæfríður frá Bjarnastöðum
Sjarmur Fagralundi Frami frá Ketilsstöðum Sóldögg frá Efri-Fitjum
Skugga-Sveinn Austurhlíð 2 Hrannar frá Flugumýri II Ör frá Langsstöðum
Sunna Haukagili Hvítársíðu Sólon frá Skáney Katla frá Steinnesi
Tign Dallandi Nátthrafn frá Dallandi Tekla frá Dallandi
Þíða Prestsbæ Hróður frá Refsstöðum Þoka frá Hólum
Þórshamar Reykjavík Reginn frá Reykjavík Bót frá Reyðarfirði

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar