Þorvaldur Kristjánsson lætur af störfum
Þorvaldur Kristjánsson sem sinnt hefur starfi ábyrgðamanns í hrossarækt frá árinu 2015 hefur sagt upp starfi sínu og mun eingöngu starfa til sumarloka.
Í samtali blaðamanns Eiðfaxa við Þorvald segir hann að starf ábyrgðarmanns í hrossarækt sé á sama tíma áhugavert, gefandi og skemmtilegt en hann sé að hætta núna til þess að sinna öðrum verkefnum.
Ítarlegt viðtal við Þorvald Kristjánsson mun birtast í næsta tölublaði Eiðfaxa sem kemur út í ágúst.