Þrettán bú tilnefnd sem Ræktunarbú ársins 2020
Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, Ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 50 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna inn á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi. Í ár voru þrjú bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 13 í ár. Tilnefnd bú hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2020 sem haldin verður rafrænt að þessu sinni laugardaginn 12. desember næstkomandi.
Í stafrófsröð eru tilnefnd bú:
Efri-Fitjar, Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson og Tryggvi Björnsson
Efsta-Sel, Daníel Jónsson og Hilmar Sæmundsson
Fet, Karl Wernersson
Flagbjarnarholt, Bragi Guðmundsson, Valgerður Þorvaldsdóttir, Sveinbjörn Bragason, Þórunn Hannesdóttir og fjölskylda
Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius
Hjarðartún, Óskar Eyjólfsson
Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
Prestsbær, Inga og Ingar Jensen
Ragnheiðarstaðir, Helgi Jón Harðarson og fjölskylda
Skagaströnd, Þorlákur Sigurður Sveinsson og Sveinn Ingi Grímsson
Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir
Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson
Þúfur, Mette Mannseth og Gísli Gíslason
Fagráð í hrossarækt óskar tilnefndum búum innilega til hamingju með frábæran árangur.