Þrettán hross hlutu 10,0 fyrir prúðleika

  • 1. október 2024
  • Fréttir

Dúx frá Skáney hlaut 10 fyrir prúðleika

Kynbótaárið gert upp í einstökum eiginleikum

Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa er prúðleiki.

Hér fyrir neðan er listi yfir þau hross sem hlutu einkunnina 10,0 fyrir prúðleika en þau eru 13 talsins, þess til viðbótar hlaut talsverður fjöldi einkunnina hrossa 9,5.

Við einkunnagjöf fyrir prúðleika er metin sídd og þykkt á ennistoppi, faxi og tagli hestsins. Almennt eru gerðar minni kröfur til hryssna en stóðhesta. Sá dómaleiðari sem á eftir kemur miðast við stóðhesta en hryssur fá almennt hálfum hærra fyrir sambærilegan prúðleika.

 

Nafn  Uppruni í þgf. Faðir Móðir
Beitir Hrauni Skýr frá Skálakoti Bylgja frá Garðabæ
Bláinn Vikinghest Gígjar fra Mangela Gríma frá Úthlíð
Díva Kvíarhóli Skýr frá Skálakoti Birta frá Mið-Fossum
Dúx Skáney Skýr frá Skálakoti Þórvör frá Skáney
Eldey Prestsbæ Hágangur frá Narfastöðum Þota frá Prestsbæ
Grímur Ölvaldsstöðum IV Sægrímur frá Bergi Yrsa frá Ketilhúshaga
Hjartasteinn Hrístjörn Skýr frá Skálakoti Sál frá Fornusöndum
Hreggviður Efri-Fitjum Berserkur frá Miðsitju Hrína frá Blönduósi
Krummi Feti Draupnir frá Stuðlum Gréta frá Feti
Léttir Þóroddsstöðum Nói frá Stóra-Hofi Fjöður frá Þóroddsstöðum
Nóri Lysholm Gjafar frá Hvoli Blæfaxa frá Þóreyjarnúpi
Sjafnar Skipaskaga Kvarði frá Skipaskaga Sjöfn frá Akranesi
Úlfar Hvítu Villunni Nói frá Saurbæ Festing frá Kirkjubæ

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar