Þriðji ættliðurinn sem hlýtur Glettubikarinn

  • 28. nóvember 2020
  • Fréttir

Frá afhendingu Þorkelsskjöldsins sem Þóra hlaut á LM2011 mynd: Feykir.is

Þær hryssur sem hljóta heiðursverðlaun í ár fyrir afkvæmi eru 31 talsins en óhætt er að segja að svo margar hafa hryssunar aldrei verið. Til þess að hryssa hljóti heiðursverðlaun þarf hún að uppfylla eftirfarandi skilyrði.

  • 116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs og a.m.k. 5 dæmd afkvæmi

Nokkrar hryssur hljóta því heiðursverðlaun í ár á grundvelli þess að þær hafa 116 stig eða hærra í aðaleinkunn án skeiðs.

Efst heiðursverðlaunahryssna í ár og því Glettubikarhafi er Þóra frá Prestsbæ sem er með 136 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins og á fimm dæmd afkvæmi. Raunar hafa öll þau afkvæmi hennar sem eru á tamningaraldri skilað sér til dóms og er meðaleinkunn afkvæma hennar 8,35 í aðaleinkunn.

Þóra er jafnframt þriðji ættliður hryssna sem stendur efst heiðursverðlaunahryssna og er viðtakandi Glettubikarsins. Móðir hennar, Þoka frá Hólum, hlaut verðlaunin árið 2012 og amma hennar Þrá frá Hólum árið 2000.

Karítas frá Kommu er efst heiðursverðlaunahryssna fyrir kynbótamat án skeiðs en þar er hún með 132 stig.

Elsta hryssan á listanum er Sending frá Enni sem er fædd árið 1992 og er því 28.vetra gömul í ár. Yngsta hryssan er hins vegar Storð frá Stuðlum sem fædd er árið 2006 og er því 14 vetra gömul.

Hér fyrir neðan er listi yfir allar þær hryssur sem hljóta heiðursverðlaun í ár raðað eftir aðaleinkunn kynbótamatsins.

Nafn Uppruni BLUP Aðaleinkunn BLUP Aðaleinkunn án skeiðs
Þóra Prestsbæ 136 129
Happadís Stangarholti 127 127
Þjóð Skagaströnd 127 121
Vordís Hvolsvelli 126 126
Myrkva Torfunesi 122 122
Karitas Kommu 122 132
Storð Stuðlum 122 117
Örk Stóra-Hofi 122 128
Þruma Hólshúsum 121 126
Hending Úlfsstöðum 120 130
Vaka Hellubæ 120 122
Gerða Gerðum 120 115
Gná Ytri-Skógum 119 123
Dúsa Húsavík 119 114
Lady Neðra-Seli 119 111
Hilda Bjarnarhöfn 119 114
Alda Brautarholti 118 124
Nótt Ármóti 118 114
Kyrrð Stangarholti 118 127
Urður Sunnuhvoli 117 123
Gráhildur Selfossi 116 117
Surtsey Feti 116 117
Hrauna Húsavík 116 115
Spóla Syðri-Gegnishólum 116 109
Esja Sól Litlu-Brekku 116 106
Tara Lækjarbotum 114 117
Sveina Þúfu í Landeyjum 112 116
Elding Hóli 112 120
Jórún Blesastöðum 112 117
Gáska Álfhólum 110 118
Sending Enni 108 116

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar