Þriðji ættliðurinn sem hlýtur Glettubikarinn

Frá afhendingu Þorkelsskjöldsins sem Þóra hlaut á LM2011 mynd: Feykir.is
Þær hryssur sem hljóta heiðursverðlaun í ár fyrir afkvæmi eru 31 talsins en óhætt er að segja að svo margar hafa hryssunar aldrei verið. Til þess að hryssa hljóti heiðursverðlaun þarf hún að uppfylla eftirfarandi skilyrði.
- 116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs og a.m.k. 5 dæmd afkvæmi
Nokkrar hryssur hljóta því heiðursverðlaun í ár á grundvelli þess að þær hafa 116 stig eða hærra í aðaleinkunn án skeiðs.
Efst heiðursverðlaunahryssna í ár og því Glettubikarhafi er Þóra frá Prestsbæ sem er með 136 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins og á fimm dæmd afkvæmi. Raunar hafa öll þau afkvæmi hennar sem eru á tamningaraldri skilað sér til dóms og er meðaleinkunn afkvæma hennar 8,35 í aðaleinkunn.
Þóra er jafnframt þriðji ættliður hryssna sem stendur efst heiðursverðlaunahryssna og er viðtakandi Glettubikarsins. Móðir hennar, Þoka frá Hólum, hlaut verðlaunin árið 2012 og amma hennar Þrá frá Hólum árið 2000.
Karítas frá Kommu er efst heiðursverðlaunahryssna fyrir kynbótamat án skeiðs en þar er hún með 132 stig.
Elsta hryssan á listanum er Sending frá Enni sem er fædd árið 1992 og er því 28.vetra gömul í ár. Yngsta hryssan er hins vegar Storð frá Stuðlum sem fædd er árið 2006 og er því 14 vetra gömul.
Hér fyrir neðan er listi yfir allar þær hryssur sem hljóta heiðursverðlaun í ár raðað eftir aðaleinkunn kynbótamatsins.
Nafn | Uppruni | BLUP Aðaleinkunn | BLUP Aðaleinkunn án skeiðs |
Þóra | Prestsbæ | 136 | 129 |
Happadís | Stangarholti | 127 | 127 |
Þjóð | Skagaströnd | 127 | 121 |
Vordís | Hvolsvelli | 126 | 126 |
Myrkva | Torfunesi | 122 | 122 |
Karitas | Kommu | 122 | 132 |
Storð | Stuðlum | 122 | 117 |
Örk | Stóra-Hofi | 122 | 128 |
Þruma | Hólshúsum | 121 | 126 |
Hending | Úlfsstöðum | 120 | 130 |
Vaka | Hellubæ | 120 | 122 |
Gerða | Gerðum | 120 | 115 |
Gná | Ytri-Skógum | 119 | 123 |
Dúsa | Húsavík | 119 | 114 |
Lady | Neðra-Seli | 119 | 111 |
Hilda | Bjarnarhöfn | 119 | 114 |
Alda | Brautarholti | 118 | 124 |
Nótt | Ármóti | 118 | 114 |
Kyrrð | Stangarholti | 118 | 127 |
Urður | Sunnuhvoli | 117 | 123 |
Gráhildur | Selfossi | 116 | 117 |
Surtsey | Feti | 116 | 117 |
Hrauna | Húsavík | 116 | 115 |
Spóla | Syðri-Gegnishólum | 116 | 109 |
Esja Sól | Litlu-Brekku | 116 | 106 |
Tara | Lækjarbotum | 114 | 117 |
Sveina | Þúfu í Landeyjum | 112 | 116 |
Elding | Hóli | 112 | 120 |
Jórún | Blesastöðum | 112 | 117 |
Gáska | Álfhólum | 110 | 118 |
Sending | Enni | 108 | 116 |