Þriðji þáttur „Á mótsdegi“ kemur út í kvöld

Þriðja mótið í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram föstudaginn 28. febrúar. Eiðfaxi TV sýnir beint frá Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum ásamt því að gefa út annað efni tengt deildinni. Í kvöld kl 20:00 kemur út þriðji þáttur í þáttaröðinni Á MÓTSDEGI.
Þættirnir gefa áhorfendum innsýn í það hvernig það er að vera keppandi í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum, hvað felst í undirbúningi og hvernig mótsdagurinn lítur út frá sjónarhóli keppendans.
Í þetta skiptið fylgdi Ásta Björk Friðjónsdóttir, þáttarstjórnandi, eftir Hans Þór Hilmarssyni en hann keppti á Öl frá Reykjavöllum en þeir urðu Íslandsmeistarar í þessari grein í fyrra. Hans keppir fyrir lið Hjarðartúns. Skemmtilegur þáttur en Hansi var inn í úrslitum fram á síðasta hest.
Ekki missa af þessum þætti og svo miklu meira til á www.eidfaxitv.is og tryggðu þér áskrift. Enskur og þýskur texti í boði.
Næsta keppni í Meistaradeildinni er gæðingalist föstudaginn 14. mars í HorseDay höllinni.
Eiðfaxi TV er aðgengilegt á vefnum, í snjallsímum, Apple TV, Android TV, Google TV og Amazon Fire TV.
Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is. Við hvetjum þá sem ætla að tryggja sér áskrift að gera það tímanlega svo hægt sé að aðstoða fólk ef eitthvað kemur upp.