Þristur frá Þorlákshöfn kemur á Suðurland
Stóðhesturinn Þristur frá Þorlákshöfn hefur nú sinnt hlutverki sínu norðan heiða og kemur á Sandhólaferju eftir helgina.
Þristur er gullfallegur og hæfileikaríkur hestur með 8,40 í aðaleinkunn.
Móttaka á hryssum er 17. og 18. Júlí og er verð á folatolli einungis 40.000 kr. + vsk og girðingagjald.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta notkun á sínum hlut.
Það er takmarkaður fjöldi aðkomuhryssna, en þeir sem hafa áhuga á að halda undir klárinn eru beðnir um að hafa samband við Birki í síma 845-3919 eða á netfangið bm@icegroup.is