Þrjár efstu hryssurnar frá Auðsholtshjáleigu

  • 13. september 2024
  • Fréttir

Þórdís Erla heldur í Tíbrá, Kristbjörg heldur í Prýði og Gunnar í Vár.

Heiðursverðlaunahryssur ársins verða heiðraðar á ráðstefnu fagráðs

Í kjölfar þess að nýtt kynbótamat birtist í vikunni er nú hægt að fletta upp í Worldfeng og kynna sér stöðuna í ræktunarstarfi íslenska hestsins.

Á haustráðstefnu fagráðs þann 12.október verða svo veittar hinar ýmsu viðurkenningar, þar verða m.a. heiðraðar þær hryssur sem hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi ár og Glettubikarinn afhentur efstu hryssunni.

Í ár ná þau Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og fjölskyla þeim magnaða árangri að þrjár efstu heiðursverðlaunahryssurnar eru ræktaðar af þeim. Þetta eru þær Tíbrá, Prýði og Vár sem allar eru frá Auðsholtshjáleigu. Það sem gerir þetta jafnvel ennþá magnaðara er það að árið 2011 léku þau Gunnar og Kristbjörg sama leik, þ.e. áttu þrjár efstu heiðursverðlauna hryssur ársins þær Gígju, Trú og Vordísi.

Til þess að hryssa hljóti heiðursverðlaun fyrir afkvæmi þarf hryssan að hafa 116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs og a.m.k. 5 dæmd afkvæmi. Þá skal hryssan vera á lífi.

Samkvæmt heimildum Eiðfaxa verða 14 afkvæmahryssur verðlaunar á Íslandi í ár.

Eftirtaldar hryssur hljóta heiðursverðlaun í ár

Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu – 120 stig
Prýði frá Auðsholtshjáleigu – 120 stig
Vár frá Auðsholtshjáleigu – 119 stig
Varða frá Vestra-Fíflholti – 119 stig
Auður frá Hofi – 118 stig
Blæja frá Lýtingsstöðum – 117 stig
Sunna frá Sauðanesi – 117 stig
Þórdís frá Leirulæk – 116 stig
Raketta frá Kjarnholtum I – 116 stig
Hvellhetta frá Ásmundarstöðum – 116 stig
Ópera frá Nýja-Bæ – 115 stig (116 stig án skeiðs)
Nýey frá Feti – 115 stig (118 stig án skeiðs)
Heiðdís frá Hólabaki – 112 stig (117 stig án skeiðs)
Lilja frá Kirkjubæ – 108 stig (116 stig án skeiðs)

Utan íslands hlýtur Björk frá Enni 119 stig (126 stig án skeiðs) heiðursverðlaun en hún er staðsett í Svíþjóð

 

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar