Kynbótasýningar Þrjú hross hlutu 9,5 fyrir háls, herðar og bóga.

  • 27. október 2023
  • Fréttir

Húni hlaut 8,76 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir háls, herðar og bóga og samræmi. Sýnandi Helga Una Björnsdóttir

Aldrei hefur hross hlotið 10 fyrir þennan eiginleika

Nú þegar kynbótasýningum árið 2023 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er háls, herðar og bógar.

Aldrei hefur hross hlotið 10 fyrir þennan eiginleika en þrjú hross hlutu 9,5 fyrir hann í ár. Það eru þau Húni frá Ragnheiðarstöðum, Hersir frá Húsavík og Lýdía frá Eystri-Hól.

Húni er fimm vetra undan Álfaklett frá Syðri-Gegnishólum og Hendingu frá Úlfsstöðum. Hann hlaut fyrir sköpulag 8,76 og fyrir hæfileika 8,38 sem gerir 8,52 í aðaleinkunn. Ræktandi Húna er Helgi Jón Harðarson, eigendur Flemming og Gitte Fast Lamertsen og sýnandi var Helga Una Björnsdóttir.

Hersir frá Húsavík er átta vetra undan Vökul frá Efri-Brú og Hraunu frá Húsavík. Hann hlaut fyrir sköpulag 8,99 og fyrir hæfileika 8,42 sem gerir 8,62 í aðaleinkunn. Ræktendur eru Einar Gíslason og Gísli Haraldsson, eigandi Nils Christian Larsen og sýnandi var Teitur Árnason.

Lýdía er átta vetra undan Lexus frá Vatnsleysu og Oktavíu frá Feti. Ræktandi er Hestar ehf. en eigendur eru Anja Egger-Meier og Kronshof. Lýdía var sýnd af Árna Birni Pálssyni og hlaut hún 8,81 fyrir sköpulag og 8,25 fyrir hæfileika sem gerir 8,44 í aðaleinkunn.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar