Þrjú hross hlutu úrvalseinkunn fyrir háls, herðar og bóga
Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er fróðlegt að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Nú verður fjallað um eiginleikann háls, herðar og bóga.
Í þessum eiginleika er lögun, reising, setning og lengd hálsins metin. Þá er einnig lagt mat á hæð og lengd herðanna sem og lengd og halla bóganna. Lögð er áhersla á að frambyggingin nýtist í reið og þar er skoðuð reising, höfuðburður og/eða bóghreyfing.
Alls hlutu þrjú hross úrvalseinkunn fyrir þennan eiginleika í ár.
Nafn | Uppruni í þgf. | Faðir | Móðir |
Brúður | Heljardal | Draupnir frá Stuðlum | Agla frá Syðra-Holti |
Húni | Ragnheiðarstöðum | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum | Hending frá Úlfsstöðum |
Vigdís | Bæ | Skaginn frá Skipaskaga | Þrift frá Hólum |
Þá má einnig segja að einföld mynd af leiðara við kynbótadóma sé þessi:
Dómskalinn er á bilinu 5,0 – 10,0 þar sem:
9,5-10 er úrvals eiginleiki, meðal þess besta sem finnst í stofninum á hverjum tíma. 9,0 er frábært
8,5 er mjög gott
8,0 er gott
7,5 er meðalgóður eiginleiki
7,0 er fremur slæmt
6,5 er slæmt
6,0 er afar slæmt
5,0-5,5 er varla eða ekki sýndur eiginleiki.