Þróun kappreiða á Íslandi
Útbreiðslu- og nýliðunarnefnd Landssambands hestamannafélaga stendur fyrir hádegisfyrirlestrum á Teams um ýmislegt áhugavert og fræðandi í tenglsum við hestamennsku.
Fyrsti fyrirlesturinn fór fram þann 6. maí og fjallaði um þróun kappreiða hér á landi. Sigurbjörn Bárðarson flutti erindið enda fáir sem hafa jafn mikla reynslu og þekkingu á kappreiðum eins og hann. Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að horfa á fyrirlesturinn.
Næsti hádegisfyrirlestur er um hestaljósmyndun með Gígju Einarsdóttur en hann verður þann 15. maí n.k. kl 12:00.
Aðrir væntanlegir fyrirlestrar eru:
- Undirbúningur hestaferða með Hermanni Árnasyni
- Trec þjálfun og keppni með Önnu Sonju Ágústsdóttur
- Hestanudd með Merle Storm