FEIF Þurfum að hafa sterka stöðu innan FEIF

  • 23. september 2024
  • Fréttir
Eins og staðan er í dag eiga íslendingar enga fulltrúa í stjórn FEIF, alþjóðasamtökum íslenska hestsins.

Guðni Halldórsson, formaður LH, telur mikilvægt að íslendingar séu með sterka stöðu innan FEIF og að íslendingar eigi fulltrúa í stjórn sambandsins.

„Þegar Gunnar Sturluson steig til hliðar sem forseti FEIF sáum við fram á það að enginn íslendingur yrði í stjórn. Við kölluðum því eftir fulltrúa sem væri til í að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Fengum við mjög góðann og öflugann fulltrúa sem hafði áhuga á þessu og er búinn að vera vinna vel. Af ástæðum sem ég ætla ekki að fara út í hefur hann ákveðið að stíga til hliðar. Ég tel mjög mikilvægt að við íslendingar séum með einhvern öflugan fulltrúa í stjórn FEIF,“ segir Guðni en í byrjun næsta mánaðar mun fara fram fundur þar sem formenn landssambanda norðurlandanna hittast og eru framboð til stjórnar FEIF eitt af umræðuefnum fundarins.

„Við þurfum að hafa sterka stöðu innan FEIF og það er ótækt að mínu mati að það sé ekki íslendingur í stjórn alþjóðasambands íslenska hestsins. Við erum samt sem áður með sterka stöðu í öllum nefndum og ráðum og á okkar rödd er hlustað. Við teljum okkur hafa töluvert mikil áhrif en viljum að sjálfsögðu hafa fulltrúa í stjórn.“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar