Þýska meistaramótið í beinni útsendingu
Þýska meistaramótið byrjar á morgun en hægt er að horfa á mótið í beinni útsendingu á Eyja.tv.
Mótið fer fram á Reit- und Fahrverein Saarwellingen í Saarland og stendur yfir í fimm daga 24. júlí – 28. júlí. Hægt er að sjá dagskrá og ráslista mótsins HÉR. Mótið hefst á morgun kl. 10:00 að íslenskum tíma á keppni í fimmgangi F2.
Það eru mörg spennandi pör skráð til leiks. Lisa Schürger mætir með Byr frá Strandarhjáleigu í slaktaumatölt og fimmgang. Frauke Schenzel mætir með Lýdíu frá Eystri-Hól í fjórgang og tölt og Kötlu frá Hemlu II í slaktaumatölt. Martin Güldner er skráður með Þór frá Stóra-Hpfi í tölt og eru mörg fleiri frábær pör skráð til leiks.