Þýskaland Þýski landsliðshópurinn klár

  • 7. júlí 2025
  • Uncategorized @is

Frauke Schenzel og Jódís vom Kronshof eru ríkjandi heimsmeistarar í fjórgangi. Mynd: Bert Collet

Það styttist í heimsmeistaramótið í Sviss en það fer fram dagana 3. - 11. ágúst.

IPZV (Þýska íslandshesta-sambandiðkynntu í gær hópinn sem mun keppa fyrir hönd Þýskalands á Heimsmeistaramótinu í Birmenstorf í Sviss í agúst en mótið fer fram dagana 4. – 10. ágúst.

Í hópnum eru níu fullorðnir, þ.á.m. tveir titilverjendur, og fimm ungmenni. Frauke Schenzel varð heimsmeistari í fjórgangi á Jódísi vom Kronshof og Lena Becker varð heimsmeistari í slaktaumatölti í ungmennaflokki á Bikari frá Ytra-Vallholti en nú keppir hún sem fullorðin.

Einnig hafa þau gefið út hvaða kynbótahross munu vera á mótinu en hvert aðildarland hefur rétt á að senda tvö hross í hvern flokk og eru sýnd hross í þremur aldursflokkum, fimm, sex og sjö vetra og eldri. Í elsta flokkinu mun Frauke Schenzel sýna tvær hryssur annars er ein hryss og einn stóðhestur í hvorum flokki.

Hringvöllur

Fullorðnir:

  • Frauke Schenzel (heimsmeistari í fjórgangi 2023)
  • Lena Becker (heimsmeistari í slaktaumatölti í ungmennaflokki 2023)
  • Jolly Schrenk – Glæsir von Gut Wertheim (varahestur: Aris von den Ruhrhöhen)
  • Josefin Thorgeirsson – Galsi vom Maischeiderland
  • Lisa Schürger – Kjalar frá Strandarhjáleigu (varahestur: Byr frá Strandarhjáleigu)
  • Lena Maxheimer – Abel fra Nordal
  • Laura Enderes – Fannar von der Elschenau
  • Alexander Fedorov – Hrólfur frá Hafnarfirði
  • Lilja Thordarson – Hjúpur frá Herríðarhóli

Ungmenni:

  • Daniel Rechten – Óskar från Lindeberg
  • Finja Polenz – Nótt vom Kronshof
  • Leni Köster – Rögnir frá Hvoli
  • Jule Fülles – Múli frá Bergi
  • Mia Hrastelj – Jarl vom Schloss Nienover
  • Varaknapi: Lilli Schneider mit Sproti vom Mönchhof
Kynbótahross

5 vetra:

Táta vom Kronshof (ae. 8.27)
Svarthöfði vom Bockholts-Hoff (ae. 8.19)

6 vetra:

Flóka vom Sonnenhof (ae. 8.59)
Heiðar von Akurgerdi (ae. 8.46)

7 vetra og eldri:

Pála vom Kronshof (ae. 8.84)
Náttdís vom Kronshof (ae. 8.96)

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar