Tíðni ágripa svipuð og í fyrra
Líkt og undanfarin ár eru allir áverkar sem hross hljóta í dómi stigaðir í þrjár flokka og skráðir í WorldFeng. Á þetta við bæði særindi í munnu og ágrip á fótum. Fyrsta stigs athugasemdir teljast ekki vera eiginlegir áverkar en eru t.d. minniháttar særindi í munni sem ná ekki í gegnum slímhúð eða strokur á fótum sem ná ekki í gegnum húð og eru án eymsla eða bólgu. Annars stigs athugasemdir eru særindi, s.s. lítil sár í munni eða á ágrip á fótum sem ná ekki einum cm. Þriðja stigs athugasemdir eru alvarlegir áverkar og hlýtur hrossið þá ekki reiðdóm og getur ekki mætt til yfirlitssýningar. Verði áverki af stigi þrjú í yfirlitssýningu hlýtur hrossið ekki mögulega hækkun einkunna og hlýtur ekki verðlaun.
Í ár voru skráð ágrip á fótum í 14% tilfella, sem er svipað og var í fyrra en þá var tíðni ágripa 15%. Megnið af þessum athugasemdum, eða 83% voru í flokki 1. Tíðni eiginlegra áverka á fótum (flokkar 2 og 3) var því hjá 2,3% hrossa. Áverkar af þriðja stigi voru afar fáir eða einungis þrír á árinu. Þá voru skráð særindi eða blóð í munni í 4% tilfella og var í öllum tilfellum um fyrsta stigs særindi að ræða.
„Það má því halda því fram að staðan á þessum málum sé ásættanleg þó við viljum gera enn betur en tíðni alvarlegra áverka hefur farið minnkandi ár hvert undanfarið. Þetta skýrist væntanlega fyrst og fremst af hestvænni sýningum og betri undirbúningi hrossa sem koma til dóms. Þá er reynt að taka á grófri reiðmennsku með því að veita knöpum áminningar, og í ár voru slíkar áminningar skráðar á tvo knapa,“ skrifar Þorvaldur Kristjánsson, ráðunautur í hrossarækt.