Til minningar um Sigga í Flekkudal

Sigurður Guðmundsson bóndi og hrossaræktandi að Flekkudal í Kjós verður jarðsunginn í dag frá Grafarvogskirkju klukkan 13:00.
Siggi í Flekkudal, eins og hann var jafnan kallaður á meðal hestamanna, lést þann 10. mars síðastliðinn eftir stutt en erfið veikindi einungis 67 ára að aldri. Hann og eftirlifandi kona hans, Guðný G. Ívarsdóttir, stunduðu hrossarækt að Flekkudal með eftirtektarverðum árangri og hafa þau ræktað margan frábæran gæðing.
Siggi var góður drengur, hvers manns hugljúfi og vinsæll á meðal hestamanna. Hann sat í stjórn hestamannafélagsins Adams í Kjós og var um tíma formaður þess. Hann var einnig í stjórn Hestamannafélagsins Harðar og sat í nefndum á vegum Landssambands hestamanna.
Eiðfaxi vottar fjölskyldu hans og vinum innilegrar samúðar.