Til minningar um Unn Kroghen

  • 19. ágúst 2024
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Unn Kroghen á Íslandsmóti árið 1990

Líkt og greint var frá á vefsíðu Eiðfaxa í dag, lést hin kunna hestakona Unn Kroghen nú nýlega eftir langa baráttu við krabbamein.

Árið 1990 á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fór í Borgarnesi varð hún Íslandsmeistari bæði í tölti og fjórgangi á Kraka frá Helgastöðum. Ekki nóg með það að vera frábær hestakona gat hún sér líka góðan orðstír sem hundatemjari.

Á laugardagskvöldinu sýndi hún listir sýnar ásamt hundi sínum Santó sem var norðurlandameistari í hlýðnikeppni hunda.

Samúel Örn Erlingsson tók af þessu tilefni viðtal við Unn fyrir RÚV og sýndar voru svipmyndir frá afrekum Unn sem Eiðfaxi hefur nú fengið góðfúslegt leyfi til að birta.

Blessuð sé minning Unn Kroghen.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar